Logi Tómasson og félagar í Strømsgodset töpuðu gegn Brann í dag 3-2 í norsku úrvalsdeildinni. Brann komst yfir í 2-0 eftir rúman 20 mínútna leik en Logi Tómasson minnkaði muninn skömmy fyrir hálfleik í 2-1. Brann gerði hins vegar vel í seinni hálfleiknum og héldu sigurinn út.
Júlíus Magnússon var með fyrirliðabandið á sér þegar Frederikstad gerðir markalaust jafntefli gegn KFUM. Samkvæmt Fotmob var Júlíus maður leiksins í leiknum, Frederikstad eru nú jafnir á stigum og Molde sem eru í 4. sæti deildarinnar.
Viðar Ari Jónsson og Brynjar Ingi Bjarnason byrjuðu fyrir HamKam í 3-3 jafntefli á Viking. Brynjar kom HamKam yfir í 3-2 á 84. mínútu leiksins en það nægði ekki. Viking jöfnuðu skömmu síðar.
Stefán Ingi Sigurðarson spilaði í 25 mínútur fyrir Sandefjord í 2-1 tapleik á útivelli gegn Sarpsborg 08 í dag.
Þá kom Hilmir Mikaelsson inn á í aðeins meira en 10 mínútur hjá Kristiansund BK þegar hans unnu Lillestrøm í dag 2-1.