Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   sun 04. október 2020 16:44
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Fer til Horsens á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Hlynsson var svekktur að hirða ekki öll stigin þegar Víkingar gerðu 2-2 jafntefli við KA í Fossvoginum í dag.

"Þetta er orðið þreytt að ná ekki að vinna, ég verð að viðurkenna það.  Sérstaklega er vont þegar við erum að fá á okkur fyrsta markið þá er erfitt að koma til baka. Þetta er farið að gerast svo oft að það er farið að sitja í hausnum á okkur."

Leikurinn í dag er sá síðasti hjá Ágúst fyrir Víking sem er á leið i atvinnumennskuna á ný.

"Ég fer út á morgun til Horsens í Danmörku, það er búinn að vera áhugi í allt sumar en svo fór þetta á fullt á síðustu dögum"

Hvernig leggst það í ágúst að fara til liðs sem situr á botninum í dönsku deildinni og hvernig lítur hann til baka á tíma sinn hjá Víkingi?

"Ég vona að ég nái að breyta einhverju hjá þessu liði! Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Víkinni.  Ég er búinn að spila eiginlega alla leiki og mér finnst mér hafa gengið vel, náði að vinna titil með frábærum leikmönnum og þjálfurum svo þetta er búið að vera virkilega gaman."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir. 


Athugasemdir
banner