Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   sun 04. október 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Birkir Már um landsliðið: Alltaf tilbúinn ef kallið kemur
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður leikur svona heilt yfir hjá okkur. Það komu kaflar sem mér fannst við ekki nógu beittir en 6-0 sigur og við héldum hreinu. Þannig ég er heilt yfir ánægður." sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Vals eftir 6-0 sigurinn á Gróttu á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

Valsmenn áttu kafla í bæði fyrri og síðari hálfleik þar sem Grótta voru betri en fyrir utan það sýndi liðið frábæra frammistöðu í kvöld. Birkir Már segir að það sé frábært að spila fyrir aftan fremstu menn Vals.

„Það er frábært, ógeðslega gaman að spila með Aroni sérstaklega á mínum kannti, náum vel saman og hann er búin að vera stórkostlegur allt tímabilið og svo tengir hann mjög vel við Kidda, Patrick og Sigga. Það er draumur að vera í svona góðu liði."


Birkir Már var valinn í landsliðshóp Íslands en framundan eru þrír landsleikir gegn Rúmenum, Dönum og Belgum. Birkir Már var spurður út í aðdragandan

„Í rauninni, það sem ég sagði þar var í rauninni bara rétt, ég var ekkert búin að vera í hóp og hélt þetta væri búið og fór bara að einbeita mér að því að spila með Val, en svo fékk ég símtal frá þjálfurunum og þeir sögðu mér að ég væri í hópnum þá var ég náttúrulega bara mjög glaður, þó svo ég hafi ekki pælt mikið í því þá var ég alltaf að fara gefa kost á mér, ef þeir myndu vilja mig í hópinn."

Birkir Már var spurður hvort þetta hafi verið auðveld ákvörðun eftir að símtalið kom.

„Já, ég er alltaf tilbúin að fara að spila fyrir landsliðið ef kallið kemur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner