Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 04. október 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Birkir Már um landsliðið: Alltaf tilbúinn ef kallið kemur
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður leikur svona heilt yfir hjá okkur. Það komu kaflar sem mér fannst við ekki nógu beittir en 6-0 sigur og við héldum hreinu. Þannig ég er heilt yfir ánægður." sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Vals eftir 6-0 sigurinn á Gróttu á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

Valsmenn áttu kafla í bæði fyrri og síðari hálfleik þar sem Grótta voru betri en fyrir utan það sýndi liðið frábæra frammistöðu í kvöld. Birkir Már segir að það sé frábært að spila fyrir aftan fremstu menn Vals.

„Það er frábært, ógeðslega gaman að spila með Aroni sérstaklega á mínum kannti, náum vel saman og hann er búin að vera stórkostlegur allt tímabilið og svo tengir hann mjög vel við Kidda, Patrick og Sigga. Það er draumur að vera í svona góðu liði."


Birkir Már var valinn í landsliðshóp Íslands en framundan eru þrír landsleikir gegn Rúmenum, Dönum og Belgum. Birkir Már var spurður út í aðdragandan

„Í rauninni, það sem ég sagði þar var í rauninni bara rétt, ég var ekkert búin að vera í hóp og hélt þetta væri búið og fór bara að einbeita mér að því að spila með Val, en svo fékk ég símtal frá þjálfurunum og þeir sögðu mér að ég væri í hópnum þá var ég náttúrulega bara mjög glaður, þó svo ég hafi ekki pælt mikið í því þá var ég alltaf að fara gefa kost á mér, ef þeir myndu vilja mig í hópinn."

Birkir Már var spurður hvort þetta hafi verið auðveld ákvörðun eftir að símtalið kom.

„Já, ég er alltaf tilbúin að fara að spila fyrir landsliðið ef kallið kemur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner