Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 04. október 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Birkir Már um landsliðið: Alltaf tilbúinn ef kallið kemur
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður leikur svona heilt yfir hjá okkur. Það komu kaflar sem mér fannst við ekki nógu beittir en 6-0 sigur og við héldum hreinu. Þannig ég er heilt yfir ánægður." sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Vals eftir 6-0 sigurinn á Gróttu á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

Valsmenn áttu kafla í bæði fyrri og síðari hálfleik þar sem Grótta voru betri en fyrir utan það sýndi liðið frábæra frammistöðu í kvöld. Birkir Már segir að það sé frábært að spila fyrir aftan fremstu menn Vals.

„Það er frábært, ógeðslega gaman að spila með Aroni sérstaklega á mínum kannti, náum vel saman og hann er búin að vera stórkostlegur allt tímabilið og svo tengir hann mjög vel við Kidda, Patrick og Sigga. Það er draumur að vera í svona góðu liði."


Birkir Már var valinn í landsliðshóp Íslands en framundan eru þrír landsleikir gegn Rúmenum, Dönum og Belgum. Birkir Már var spurður út í aðdragandan

„Í rauninni, það sem ég sagði þar var í rauninni bara rétt, ég var ekkert búin að vera í hóp og hélt þetta væri búið og fór bara að einbeita mér að því að spila með Val, en svo fékk ég símtal frá þjálfurunum og þeir sögðu mér að ég væri í hópnum þá var ég náttúrulega bara mjög glaður, þó svo ég hafi ekki pælt mikið í því þá var ég alltaf að fara gefa kost á mér, ef þeir myndu vilja mig í hópinn."

Birkir Már var spurður hvort þetta hafi verið auðveld ákvörðun eftir að símtalið kom.

„Já, ég er alltaf tilbúin að fara að spila fyrir landsliðið ef kallið kemur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner