Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   sun 04. október 2020 17:24
Magnús Þór Jónsson
Einar: Byrjaðir að setja nöfn á blað fyrir næsta ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason var í þjálfaraúlpu Víkinga í dag. Arnar Gunnlaugsson er í úrvinnslusóttkví og Einar var því í forsvari fyrir liðið eftir 2-2 jafnteflið við KA, ellefti leikurinn í röð án sigurs hjá Víkingum.

"Fyrstu viðbrögð er að vera svekktur að hafa ekki unnið þennan leik.  Við þurfum að gera breytingar þegar við missum Sölva útaf og fáum á okkur mark strax á eftir.  Eftir það fannst mér við bara betri aðilinn í þessum lfyrri hálfleik."

Ágúst Hlynsson var að leika sinn síðasta leik fyrir Víking, heldur nú í atvinnumennskuna eftir tvö ár hjá liðinu.

"Þetta kom upp núna nýlega og það er góð auglýsing fyrir klúbbinn að við séum að selja unga leikmenn út. Það líka að við séum að hjálpa ungum leikmönnum sem komu til okkar að utan að fara út aftur eftir gott tímabil hér.

Það hlýtur að vera freistandi fyrir leikmenn sem eru að hugsa um að koma heim að koma til okkar."


Eru menn farnir að plana fyrir næsta sumar eftir vonbrigðasumar?

"Við erum alveg farnir að setja nöfn á blað og svoleiðis en gerum ekki mikið í því fyrr en að tímabilið er búið."

Nánar er rætt við Einar í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir