Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
   sun 04. október 2020 21:47
Kristófer Jónsson
Höskuldur: Fjórir úrslitaleikir eftir
Höskuldur átti góðan leik
Höskuldur átti góðan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Ég er sáttur með þrjú mikilvæg stig. Þetta var sex stiga leikur og Fylkir eru búnir að vera góðir í allt sumar. En við héldum okkar uppleggi og mér fannst við vera með stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu." sagði Höskuldur eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Höskuldur lagði upp eitt mark í leiknum og spilaði vel en hefði þrátt fyrir það hæglega getað skorað nokkrum sinnum, en Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, nefndi það rétt áður en að viðtalið hófst.

„Ég tek það á mig. Hann (Halldór Árnason) verður að taka mig í aukakennslu í að slútta. Ég er bara að leggja upp þessa daganna" sagði Höskuldur léttur.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum.

„Þetta er mjög þétt þarna fyrir neðan Val sem að er búið að stinga af þannig að þetta eru bara fjórir úrslitaleikir sem að eru eftir." sagði Höskuldur um komandi leiki.

Nánar er rætt við Höskuld í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner