Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 04. október 2020 21:47
Kristófer Jónsson
Höskuldur: Fjórir úrslitaleikir eftir
Höskuldur átti góðan leik
Höskuldur átti góðan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Ég er sáttur með þrjú mikilvæg stig. Þetta var sex stiga leikur og Fylkir eru búnir að vera góðir í allt sumar. En við héldum okkar uppleggi og mér fannst við vera með stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu." sagði Höskuldur eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Höskuldur lagði upp eitt mark í leiknum og spilaði vel en hefði þrátt fyrir það hæglega getað skorað nokkrum sinnum, en Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, nefndi það rétt áður en að viðtalið hófst.

„Ég tek það á mig. Hann (Halldór Árnason) verður að taka mig í aukakennslu í að slútta. Ég er bara að leggja upp þessa daganna" sagði Höskuldur léttur.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum.

„Þetta er mjög þétt þarna fyrir neðan Val sem að er búið að stinga af þannig að þetta eru bara fjórir úrslitaleikir sem að eru eftir." sagði Höskuldur um komandi leiki.

Nánar er rætt við Höskuld í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner