Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Fáránlegur dómur í efstu deild í Portúgal
Mynd: Getty Images

Portúgalskir fótboltaáhugamenn biðla til fótboltayfirvalda þar í landi um að rannsaka dómgæsluna í viðureign Maritimo gegn Casa Pia sem fór fram í gær, mánudag.


Casa Pia eru nýliðar í efstu deild en hafa farið gríðarlega vel af stað og eru með 17 stig eftir 8 umferðir. Þeir unnu 1-2 á útivelli gegn botnliði Maritimo en sigurmarkið skoruðu þeir úr vítaspyrnu.

Það væri ekki merkilegt ef ekki fyrir þær sakir að enginn virðist skilja hvers vegna dómarinn dæmdi vítaspyrnuna og gaf rautt spjald með. Portúgalska deildin notast við VAR kerfið en það var ekki nýtt til að endurskoða þetta atvik.

Þessi staðreynd hefur leitt til þess að stuðningsmenn Maritimo og annarra liða eru búnir að kalla eftir því að dómarateymið verði rannsakað fyrir spillingu.


Athugasemdir
banner
banner