„Við verðum að taka sex stig ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að komast beint á mótið," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.
Framundan eru leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins. Báðir leikir eru hér heima á Laugardalsvelli.
Framundan eru leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins. Báðir leikir eru hér heima á Laugardalsvelli.
Ísland tapaði gegn Lúxemborg ytra í síðasta landsleikjaglugga en sá leikur endaði 3-1.
„Það er bara ein hugsun í höfði mínu fyrir leikinn á móti Lúxemborg og það er hefnd, að hefna fyrir slæmu frammistöðuna. Við verðum að sýna að við erum betra lið en Lúxemborg. Þeir töpuðu 9-0 gegn Portúgal og við verðum að horfa svolítið í þann leik. Við vorum algjörlega út á þekju í Lúxemborg. Við þurfum að sanna okkur í fyrri leiknum."
„Liechtenstein, við eigum bara að vinna þá. Ég tek ekkert af þeim en við eigum að vera miklu betri en þeir," sagði landsliðsþjálfarinn en Ísland vann fyrri leik sinn gegn Liechtenstein í riðlinum, 0-7.
04.10.2023 10:38
Landsliðshópurinn: Gylfi valinn (Staðfest) - Aron í hópnum
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir