Landsliðskonan Sara Björk Gunnarssdóttir segir að markatalan í 5-0 tapi íslenska landsliðsins gegn því þýska í dag gefi ekki rétta mynd af gangi mála í leiknum.
Liðin mættust á Algarve mótinu í Portúgal og var þetta fyrsti leikur liðanna á mótinu.
Liðin mættust á Algarve mótinu í Portúgal og var þetta fyrsti leikur liðanna á mótinu.
,,Ég verð að viðurkenna að þær eru betra lið en við verðum að gefa okkur það að við reyndum okkar besta í dag. Mér finnst kannski 5-0 ekki gefa alveg rétta mynd af þessu," sagði Sara Björk.
,,Þær nýta færi sín rosalega vel og þær fá ekkert endilega mörg dauðafæri í leiknum þar sem við spilum lágpressu og reynum að loka á þær."
,,Eitt af okkar markmiðum var að halda hreinu í fyrri hálfleik með því að spila lágpressu og vera nálægt leikmönnum. Það er alltaf svekkjandi að fá mark á sig snemma og í enda fyrri hálfleiks slitnum við svolítið í sundur og verðum þreyttar."
Sara Björk var sammála því að þýsu landsliðskonurnar hefðu ekki náð að skapa sér mörg færi.
,,Já eins og ég segi þá nýta þær færin mjög vel og færin sem þær eru að skapa skapa sér eru af miklum gæðum, en við þurfum að halda meiri einbeitingu í boxinu. Vorum svolítið mikið að horfa á boltann frekar en í kringum okkur."
Athugasemdir























