Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 05. mars 2014 20:43
Daníel Freyr Jónsson
Sara Björk: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarssdóttir segir að markatalan í 5-0 tapi íslenska landsliðsins gegn því þýska í dag gefi ekki rétta mynd af gangi mála í leiknum.

Liðin mættust á Algarve mótinu í Portúgal og var þetta fyrsti leikur liðanna á mótinu.

,,Ég verð að viðurkenna að þær eru betra lið en við verðum að gefa okkur það að við reyndum okkar besta í dag. Mér finnst kannski 5-0 ekki gefa alveg rétta mynd af þessu," sagði Sara Björk.

,,Þær nýta færi sín rosalega vel og þær fá ekkert endilega mörg dauðafæri í leiknum þar sem við spilum lágpressu og reynum að loka á þær."

,,Eitt af okkar markmiðum var að halda hreinu í fyrri hálfleik með því að spila lágpressu og vera nálægt leikmönnum. Það er alltaf svekkjandi að fá mark á sig snemma og í enda fyrri hálfleiks slitnum við svolítið í sundur og verðum þreyttar."

Sara Björk var sammála því að þýsu landsliðskonurnar hefðu ekki náð að skapa sér mörg færi.

,,Já eins og ég segi þá nýta þær færin mjög vel og færin sem þær eru að skapa skapa sér eru af miklum gæðum, en við þurfum að halda meiri einbeitingu í boxinu. Vorum svolítið mikið að horfa á boltann frekar en í kringum okkur."
Athugasemdir
banner
banner