Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 05. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Lucas Torreira ökklabrotinn
Lucas Torreira, miðjumaður Arsenal, ökklabrotnaði í bikarleiknum gegn Portsmouth í vikunni.

Torreira var borinn af velli snemma leiks í 2-0 sigri Arsenal.

Arsenal hefur nú staðfest að Torreira hafi brotnað á ökkla en ekki hefur verið gefið út hversu lengi hann verður frá.

Hinn 24 ára gamli Torreira hefur spilað 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann er á öðru tímabili sínu hjá Arsenal.
Athugasemdir