Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. apríl 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mikið áhyggjuefni fyrir Arsenal að það sé annað Mesut Özil ástand"
Mynd: Getty Images
„Aubameyang, mér finnst frammistöður hans á þessari leiktíð hafa markast af leti á köflum. Mér er sama hversu mörg mörk hann skorar, hann hefur unnið gullskó áður. En hann kemur ekki með mörk, hann kemur ekki með neitt í þetta lið og það er stórt vandamál," sagði Jamie Carragher í Monday Night Football.

Pierre-Emerick Aubameyang er fyrirliði Arsenal en hann hefur átt lélegt tímabil á Englandi. Hann var langt frá sínu besta gegn Liverpool á laugardag og virkaði áhugalaus.

Sjá einnig:
Neville: Litu út eins og lítil mafía sem vildi ekki vera þarna

„Ég horfði á hann gegn West Ham, ég hef horft á hann nokkrum sinnum á þessari leiktíð og hugsað að ég þyrfti að fá meira frá honum. Þið sáuð hann á laugardag. Hann mætti of seint gegn Tottenham og stjórinn þurfti að taka ákvörðun. Það borgaði sig þá."

„Ég bjóst við að fá eitthvað svar frá Aubameyang inn á vellinum eftir leikinn gegn Spurs. Ég horfði á hann gegn West Ham og til að orða það pent var það ein versta frammistaða sem ég hef séð á þessari leiktíð. Hann fór af velli á 77. mínútu minnir mig og svo skorar Arsenal í kjölfarið. Hann fagnaði með Lacazette og það er það orkumesta sem ég hef séð frá Auba á leiktíðinni."

„Hann var svo tekinn af velli aftur gegn Liverpool, stjarnan tekin af velli í síðustu tveimur leikjum eftir atvikið gegn Spurs. Ég myndi halda að það sé mikið áhyggjuefni fyrir Arsenal að það sé annað 'Mesut Özil ástand'. Leikmaður sem fær risasamning. Það sem hann er að sýna er langt í frá nógu gott miðað við hversu góður leikmaður hann er og miðað við hvað Arsenal hefur lagt í hann með þessum samningi."

Athugasemdir
banner
banner