„Við byrjuðum fyrstu tuttugu drulluvel. Svo duttum við niður og leyfðum þeim að komast aðeins inn í leikinn. Vorum orðar drullupirraðar þegar þær skora þetta mark en svo var bara tekin ræða í hálfleik og við mættum hérna brjálaðar í seinni hálfleik og skoruðum tvö mörk,“ sagði ÍR-ingurinn Andrea Magnúsdóttir í samtali við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á Hömrunum.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 1 Hamrarnir
ÍR-liðið var lengi að finna taktinn í dag og lét ýmislegt fara í taugarnar á sér. Í hálfleik bað þjálfarinn leikmenn um að róa sig og það hjálpaði þeim í síðari hálfleik.
„Hann (Guðmundur þjálfari) sagði okkur bara að róa okkur niður. Við vorum svolítið farnar að rífast inn á vellinum. Það á ekki að gerast, bara pirringur. Þannig að við bara drógum andann djúpt og fórum að spila okkar leik.“
Andrea átti flottan leik fyrir ÍR og skoraði jöfnunarmark liðsins. Hún var sátt við eigin frammistöðu enda alltaf gaman að skora mark.
„Ég var ekki sátt með fyrri hálfleik og var svolítið að reyna að finna mig. Ég hef ekki oft spilað djúp en ég er mjög sátt með seinni. Skoraði mark og það er alltaf gaman,“ sagði Andrea meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























