Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   fim 05. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hörður Björgvin himinglaður - „Maður sá ekki til sólar og það var mjög dimmt yfir“
Hörður á æfingu landsliðsins í Skotlandi.
Hörður á æfingu landsliðsins í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Hörður gæti spilað sinn 50. landsleik á föstudaginn.
Hörður gæti spilað sinn 50. landsleik á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli og er í landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum. Hörður hefur ekki spilað landsleik síðan í september 2023 en gæti spilað sinn 50. leik á föstudaginn, þegar Skotland og Ísland mætast í Glasgow.

„Það er mjög góð tilfinning að vera mættur aftur og maður er þakklátur eftir allan þennan tíma að fá tækifæri til að stíga aftur á fótboltavöllinn. Ég er himinglaður," segir Hörður en hann spjallaði við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Skotlandi.

„Ég er búinn að ganga í gegnum langan og erfiðan tíma. Ég þurfti að fara í aðra aðgerð því sú fyrri gekk ekki vel. Seinni aðgerðin tókst rosalega vel og allt lagað sem þurfti að laga og hér er ég í dag og geng glaður um."

Hörður sleit krossband í hné og varð síðan fyrir bakslagi. Hann viðurkennir að þessi erfiði tími hafi tekið á andlega.

„Heldur betur. Maður sá ekki til sólar og það var mjög dimmt yfir manni. Ég hafði samt marga góða að sem hjálpuðu mér helling að komast í gegnum þetta allt. Hausinn á mér er sterkur og ég vissi að ljósið myndi koma."

Hörður hefur getað æft að fullu í um þrjá mánuði og kom við sögu með Panathinaikos í lokaumferð grísku deildarinnar en hann lék síðustu tólf mínúturnar gegn Olympiakos í síðasta mánuði. Mikið hefur verið rætt um skort á varnarmönnum í íslenska landsliðinu og Hörður segist klár í að spila í komandi landsleikjum.

„Annars væri ég ekki hér. Ég er 100% klár og ef kallið kemur og ég fæ mínútur þá tek ég þær. Ég er hér og að æfa á fullu svo ég gef kost á mér."

Útilokar að koma til Íslands
Samningur Harðar við Panathinaikos er runninn út og hann hefur yfirgefið félagið. Hann er því félagslaus og eðlilegt að spyrja hvar hann verði á næsta tímabili?

„Ég útiloka það allavega að koma til Íslands," segir Hörður og brosir. „Ég veit að Framarar hafa áhuga. Ég er 32 ára og í toppstandi. Ég á nokkur ár eftir og líður vel, ég ætla að reyna að halda mér erlendis."

Hörður segir möguleika á því að hann verði áfram í Grikklandi en hægt er að horfa á viðtalið í heild hér að ofan. Þar tjáir Hörður sig meðal annars um Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfara og um spennuna fyrir því að vera aftur með íslenska landsliðinu á leikdegi.
Athugasemdir
banner