Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 05. júní 2025 11:15
Elvar Geir Magnússon
Hampden Park
Logi á leið til Tyrklands - „Ógeðslega spennandi skref“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson mun yfirgefa Noreg þegar sumarglugginn opnast en Strömsgodset hefur gert samkomulag við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu.

Samsunspor endaði í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar og mun því fara í umspil um að spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Félagaskiptin eru á lokastigi og aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.

Logi spjallaði við Fótbolta.net í Skotlandi þar sem hann er í landsliðshópnum sem er að fara að mæta Skotum og Norður-Írum í vináttulandsleikjum. Logi segist ekki hafa búist við því að vera að fara að spila í tyrknesku deildinni.

„Maður bjóst ekki við því. Þeir eru að spila í Evrópu á næsta ári. Þetta er ógeðslega spennandi skref og spennandi deild. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta í Tyrklandi og ég held að þetta muni þroska mig sem leikmaður og persóna. Ég er spenntur fyrir því að spila í Tyrklandi," segir Logi.

„Þeir eru með stóran hóp og náðu að klára þriðja sætið í lokin. Það er umspil fyrir Evrópudeildina þannig að þetta er spennandi. Það var kominn tími á þetta skref."

Það fer vel um íslensku landsliðsmennina í Skotlandi eins og kemur fram kemur í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan. Við hótel liðsins er golfvöllur sem Logi hefur nýtt sér þegar tími gefst. Leikur Skotlands og Íslands verður annað kvöld á Hampden Park.
Athugasemdir
banner
banner
banner