Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
banner
   fim 05. júní 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum: Munum sjá Birmingham í úrvalsdeildinni á innan við fimm árum
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í æfingaleik ytra á morgun. Fótbolti.net ræddi við WIllum Þór Willumsson, leikmann Birmingham á Englandi um leikinn.

„Það er mikil stemning í kringum fótboltann þannig það ætti að vera góð stemning á vellinum. Þeir eru æstir í fótbolta," sagði Willum Þór.

„Þeir eru með flotta leikmenn í öllum stöðum og nokkra leikmenn sem voru að koma úr hörku tímabili. Það er gaman að spila við góð lið og reyna sig á móti þeim bestu."

Willum átti gott tímabil með Birmingham sem vann C-deildina á Englandi örugglega og munu því spila í Championship deildinni á næstu leiktíð. Hann léek 41 leik í deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp sex.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil, mikið af leikjum, meira en ég er vanur. Það gekk mjög vel hjá liðinu og ég átti mjög fínt tímabil persónulega. Ég mun alltaf muna eftir þessu tímabili. Það var ævintýri að fara á suma velli, ógeðslega gaman," sagði Willum.

Willum er bjartsýnn á að liðið muni ná góðum árangri í Championship deildinni. Liðið stefnir á úrvalsdeildina en Birmingham var síðast meðal þeirra bestu tímabilið 2010/11.

„Klúbburinn, eigendur, þjálfarinn og stuðningsmenn búast eftir miklu. Þeir ætla sér klárlega stóra hluti og ég held að markmiðið verður alltaf sett hátt. Það er ákveðið verkefni sem er í gangi og ég held að allavega á innan við fiimm árum munum við sjá Birmingham í úrvalsdeildinni," sagði Willum.

„Við vorum þannig séð langbesta liðið. Það er líka erfitt stundum, það búast allir við því að þú vinnir þetta auðveldlega og það er auðvelt að klikka þá. Ég held að við gerðum þetta mjög vel að vera besta liðið."
Athugasemdir
banner
banner