Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   fim 05. júní 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum: Munum sjá Birmingham í úrvalsdeildinni á innan við fimm árum
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í æfingaleik ytra á morgun. Fótbolti.net ræddi við WIllum Þór Willumsson, leikmann Birmingham á Englandi um leikinn.

„Það er mikil stemning í kringum fótboltann þannig það ætti að vera góð stemning á vellinum. Þeir eru æstir í fótbolta," sagði Willum Þór.

„Þeir eru með flotta leikmenn í öllum stöðum og nokkra leikmenn sem voru að koma úr hörku tímabili. Það er gaman að spila við góð lið og reyna sig á móti þeim bestu."

Willum átti gott tímabil með Birmingham sem vann C-deildina á Englandi örugglega og munu því spila í Championship deildinni á næstu leiktíð. Hann léek 41 leik í deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp sex.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil, mikið af leikjum, meira en ég er vanur. Það gekk mjög vel hjá liðinu og ég átti mjög fínt tímabil persónulega. Ég mun alltaf muna eftir þessu tímabili. Það var ævintýri að fara á suma velli, ógeðslega gaman," sagði Willum.

Willum er bjartsýnn á að liðið muni ná góðum árangri í Championship deildinni. Liðið stefnir á úrvalsdeildina en Birmingham var síðast meðal þeirra bestu tímabilið 2010/11.

„Klúbburinn, eigendur, þjálfarinn og stuðningsmenn búast eftir miklu. Þeir ætla sér klárlega stóra hluti og ég held að markmiðið verður alltaf sett hátt. Það er ákveðið verkefni sem er í gangi og ég held að allavega á innan við fiimm árum munum við sjá Birmingham í úrvalsdeildinni," sagði Willum.

„Við vorum þannig séð langbesta liðið. Það er líka erfitt stundum, það búast allir við því að þú vinnir þetta auðveldlega og það er auðvelt að klikka þá. Ég held að við gerðum þetta mjög vel að vera besta liðið."
Athugasemdir
banner