Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 05. júlí 2021 22:03
Alexander Freyr Tamimi
Jói Kalli: Þú getur ekki séð þetta tvisvar!
Jói Kalli átti erfitt með að skilja ákvörðun Helga Mikaels.
Jói Kalli átti erfitt með að skilja ákvörðun Helga Mikaels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael tók stóra ákvörðun í uppbótartíma.
Helgi Mikael tók stóra ákvörðun í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var að vonum virkilega svekktur eftir hádramatískt 1-0 tap sinna manna gegn Víkingi í Pepsi Max deildinni í kvöld.

Botnlið Skagamanna hefði helst þurft sigur í kvöld en gat þó sætt sig við jafntefli miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Hins vegar fékk Víkingur vítaspyrnu í uppbótartíma og þar skoraði Nikolaj Hansen sigurmarkið. ÍA situr því enn á botninum með 6 stig.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 ÍA

„Leikmennirnir lögðu gríðarlega vinnu í þetta verkefni og gerðu ansi mikið til að sækja allavega stig. Víkingarnir voru klárlega meira með boltann en við vörðumst ansi vel og pressuðum þá á köflum," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net.

Hann var langt frá því að vera sáttur með vítasapyrnudóminn sem kostaði Skagamenn stigið.

„Þegar við erum komnir svona seint inn í leikinn finnst mér rosalega sorglegt að Helgi Mikael sé sá sem ríður baggamuninn með einhverju svona 50/50 momenti þar sem hvorugur leikmaðurinn er með boltann undir stjórn. Helgi ákveður fyrst að dæma ekki víti, veifar klárlega að það sé ekki brot sem eigi sér stað þarna en skiptir svo um skoðun. Ég var að ganga á dómarateymið eftir leikinn og spyrja hver hefði dæmt þetta víti, þeir sögðu allir að Helgi hefði dæmt þetta og svo sagði Helgi að hann hefði dæmt þetta," sagði Jóhannes sem var fjarri því að vera ánægður með útskýringu Helga Mikaels á vítaspyrnudómnum.

„Hann sagðist hafa skipt um skoðun, hann sagðist hafa séð eitthvað annað. Ég skil ekki, þú færð bara eina stund sem dómari að dæma í momentinu og hann veifaði klárlega að það væri ekki brot sem ætti sér stað, en skipti svo um skoðun og dæmir víti. Ég skil ekki svona vinnubrögð. Hann sagðist hafa séð eitthvað nýtt, ég skil ekki hvernig maður getur séð eitthvað nýtt í sama momenti og því sem er klárlega liðið. Hugsaði sig um og allt í einu sá hann eitthvað. Þú getur ekki séð þetta tvisvar! Þú færð bara eina stund til að sjá þetta. Þetta er aldrei víti að mínu mati, og hvað þá þegar dómarinn er búinn að ákveða að þetta hafi ekki verið víti og skiptir svo um skoðun. Ég fatta það ekki, það þarf einhver að útskýra það fyrir mér á betri hátt en Helgi er búinn að gera."

Viðtalið við Jóhannes Karl má sjá í heild sinni hér að ofan, en þar hrósar hann meðal annars markverðinum Árna Marinó Einarssyni í hástert, en hann átti stórleik á milli stanganna. Sömuleiðis ræðir hann stöðu Skagamanna og leikmannamálin, en hann leitast ekki við að styrkja hópinn frekar í leikmannaglugganum. Þá vonast hann til að halda Ísak Snæ Þorvaldssyni hjá liðinu eins lengi og Norwich leyfir, en nákvæm tímasetning er óljós.
Athugasemdir
banner
banner