Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 05. júlí 2021 22:03
Alexander Freyr Tamimi
Jói Kalli: Þú getur ekki séð þetta tvisvar!
Jói Kalli átti erfitt með að skilja ákvörðun Helga Mikaels.
Jói Kalli átti erfitt með að skilja ákvörðun Helga Mikaels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael tók stóra ákvörðun í uppbótartíma.
Helgi Mikael tók stóra ákvörðun í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var að vonum virkilega svekktur eftir hádramatískt 1-0 tap sinna manna gegn Víkingi í Pepsi Max deildinni í kvöld.

Botnlið Skagamanna hefði helst þurft sigur í kvöld en gat þó sætt sig við jafntefli miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Hins vegar fékk Víkingur vítaspyrnu í uppbótartíma og þar skoraði Nikolaj Hansen sigurmarkið. ÍA situr því enn á botninum með 6 stig.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 ÍA

„Leikmennirnir lögðu gríðarlega vinnu í þetta verkefni og gerðu ansi mikið til að sækja allavega stig. Víkingarnir voru klárlega meira með boltann en við vörðumst ansi vel og pressuðum þá á köflum," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net.

Hann var langt frá því að vera sáttur með vítasapyrnudóminn sem kostaði Skagamenn stigið.

„Þegar við erum komnir svona seint inn í leikinn finnst mér rosalega sorglegt að Helgi Mikael sé sá sem ríður baggamuninn með einhverju svona 50/50 momenti þar sem hvorugur leikmaðurinn er með boltann undir stjórn. Helgi ákveður fyrst að dæma ekki víti, veifar klárlega að það sé ekki brot sem eigi sér stað þarna en skiptir svo um skoðun. Ég var að ganga á dómarateymið eftir leikinn og spyrja hver hefði dæmt þetta víti, þeir sögðu allir að Helgi hefði dæmt þetta og svo sagði Helgi að hann hefði dæmt þetta," sagði Jóhannes sem var fjarri því að vera ánægður með útskýringu Helga Mikaels á vítaspyrnudómnum.

„Hann sagðist hafa skipt um skoðun, hann sagðist hafa séð eitthvað annað. Ég skil ekki, þú færð bara eina stund sem dómari að dæma í momentinu og hann veifaði klárlega að það væri ekki brot sem ætti sér stað, en skipti svo um skoðun og dæmir víti. Ég skil ekki svona vinnubrögð. Hann sagðist hafa séð eitthvað nýtt, ég skil ekki hvernig maður getur séð eitthvað nýtt í sama momenti og því sem er klárlega liðið. Hugsaði sig um og allt í einu sá hann eitthvað. Þú getur ekki séð þetta tvisvar! Þú færð bara eina stund til að sjá þetta. Þetta er aldrei víti að mínu mati, og hvað þá þegar dómarinn er búinn að ákveða að þetta hafi ekki verið víti og skiptir svo um skoðun. Ég fatta það ekki, það þarf einhver að útskýra það fyrir mér á betri hátt en Helgi er búinn að gera."

Viðtalið við Jóhannes Karl má sjá í heild sinni hér að ofan, en þar hrósar hann meðal annars markverðinum Árna Marinó Einarssyni í hástert, en hann átti stórleik á milli stanganna. Sömuleiðis ræðir hann stöðu Skagamanna og leikmannamálin, en hann leitast ekki við að styrkja hópinn frekar í leikmannaglugganum. Þá vonast hann til að halda Ísak Snæ Þorvaldssyni hjá liðinu eins lengi og Norwich leyfir, en nákvæm tímasetning er óljós.
Athugasemdir
banner
banner