Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
„Þú verður að rífa þig í gang ef þú ætlar að halda þér í liðinu"
Icelandair
Í leiknum á móti Tékklandi.
Í leiknum á móti Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má segja að Guðrún Arnardóttir hafi brotist fram á sjónarsviðið með landsliðinu þegar hún kom inn í liðið gegn Tékklandi í undankeppni HM seint á síðasta ári. Hún fékk tækifæri í byrjunarliðinu og greip það með báðum höndum.

Hún var samt ekki á því máli sjálf að hún væri að grípa tækifærið, allavega ekki eftir fyrri hálfleikinn.

„Ég hugsaði í hálfleik: ‘Skvís, þú verður að rífa þig í gang ef þú ætlar að halda þér í liðinu’. Svo fékk ég eitthvað pepp eftir leikinn,” sagði Guðrún.

„Við verðum að ræða tæklinguna,” sagði Glódís þá. „Tæklingin? Ég man eftir henni,” sagði Guðrún í kjölfarið.

Guðrún átti magnaða tæklingu í stöðunni 2-0 og bjargaði marki. Það hefði gjörbreytt stöðunni ef hún hefði verið réttur maður á réttum stað.

„Það var gaman,” segir Guðrún og tók Glódís undir það. „Þetta var ‘match-winning moment’.”

„Glódís kemur á ræðst á mig eftir þetta. Ég fór inn í leikinn og hugsað að ég ætlaði að njóta þess. Ég vissi ekki hvort þetta yrði eini leikurinn minn eða hvað. Ég ætlaði að fara inn og njóta. Í hálfleik hélt að ég þyrfti að rífa mig í gang. Mér fannst ég ekki búin að vera neitt spes.”

Guðrún segir að Tékkaleikurinn standi upp úr til þessa, en það kemur örugglega til með að breytast er hún þreytir frumraun sína á stórmóti.

Allt hlaðvarpið má í heild sinni hlusta á að neðan.
Miðverðirnir fá sviðsljósið - Glódís og Guðrún í spjalli fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner