Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 05. ágúst 2020 12:39
Magnús Már Einarsson
Ake í læknisskoðun hjá Manchester City
Nathan Ake, varnarmaður Bournemouth, er mættur til Manchester til að fara í læknisskoðun hjá Manchester City.

Hinn 25 ára gamli Ake kom heim úr sumarfríi í gær og skellti sér beint til Manchester.

Manchester City náði samkomulagi við Bournemouth um 41 milljóna punda kaupverð í síðustu viku.

Í gær keypti Manchester City kantmanninn Ferran Torres frá Valencia og Ake bætist væntanlega við á morgun eða föstudag.

Sjá einnig:
Manchester City gæti keypt fimm leikmenn í viðbót
Athugasemdir
banner