Romelu Lukaku, framherji Inter á Ítalíu, skoraði 30. mark sitt á tímabilinu með liðinu en hann gerði fyrra mark liðsins í 2-0 sigrinum á Getafe í kvöld.
Lukaku gekk til liðs við Inter frá Manchester United á síðasta ári en hann hefur gert frábæra hluti hjá ítalska félaginu.
Hann skoraði 30. mark sitt á tímabilinu í kvöld en hann er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu félagsins sem nær slíkum áfanga á einu tímabili.
Samuel Eto'o, Ronaldo og Diego Milito hafa allir náð þessum áfanga síðustu á síðustu 30 árum.
Þetta er besta tímabil Lukaku til þessa en hann skoraði 27 mörk á fyrsta tímabilinu hans með Manchester United.
Athugasemdir