Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 05. október 2020 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Guido Carrillo farinn frá Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Southampton er búið að leysa argentínska sóknarmanninn Guido Carrillo undan samningi.

Carrillo var næstdýrasti leikmaður í sögu Southampton þegar hann gekk til liðs við félagið í janúar 2018. Hann spilaði 10 leiki fyrir félagið án þess að skora og var lánaður til Leganes í spænska boltanum.

Hann gerði 10 mörk í 60 leikjum á tveimur árum hjá Leganes og nú er hann búinn að skrifa undir eins árs samning við Elche.

Carrillo er 29 ára gamall og vann frönsku deildina með Mónakó 2018. Hann skoraði 21 mark í 95 leikjum hjá Mónakó.


Athugasemdir
banner
banner
banner