Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   lau 05. október 2024 19:34
Sölvi Haraldsson
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Kvenaboltinn
Telma fagnar eftir leik.
Telma fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Ég er í smá sjokki, ég trúi því ekki að þetta hafi gerst. En mér líður fáranlega vel og hef aldrei liðið betur.“ sagði Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, sem varð Íslandsmeistari í dag eftir 0-0 jafntefli við Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Þetta gæti ekki verið betra. Eftir alla vinnuna sem við höfum lagt í þetta mót og hvað við höfum staðið okkur vel í allt sumar, við höfum tapað tveimur leikjum í allt sumar og höfum ekki tapað á heimavelli í allt sumar. Eftir alla vinnuna er þetta mjög ljúft.

Hvernig leið Telmu að spila í dag í svona stórleik?

Mér leið mjög vel. Ég hafði bullandi trú á stelpunum allan tíman. Auðvitað er maður alltaf stressaður fyrir svona úrslitaleiki en allt er undir og þér langar ekkert meira en að landa þessum Íslandsmeistaratitli. En ég hafði aldrei áhyggjur af þessu þannig séð. Það voru lítið opin færi í dag sem kemur ekki á óvart. En við sinntum varnarvinnunni vel og tókum bikarinn heim.

Fanndís, leikmaður Vals, fékk dauðafæri alveg í restina en hvað hugsaði Telma í færinu?

Ég var að vona að hún myndi negla yfir skýlið og í götuna hérna fyrir aftan. En sem betur fer fyrir okkur hitti hún ekki á rammann. Fanndís er gífurlega góður leikmaður og hefði klárað þetta færi í 9 af hverjum 10 skiptum. Ég er þakklát að þetta hafi farið framhjá.

Hvað tekur við í kvöld?

Það er lokahóf í kvöld og þessu verður fagnað vel þar og væntanlega í alla nót ef ég þekki okkur rétt.

Viðtalið við Telmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner