Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 05. október 2024 19:34
Sölvi Haraldsson
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Kvenaboltinn
Telma fagnar eftir leik.
Telma fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Ég er í smá sjokki, ég trúi því ekki að þetta hafi gerst. En mér líður fáranlega vel og hef aldrei liðið betur.“ sagði Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, sem varð Íslandsmeistari í dag eftir 0-0 jafntefli við Val.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Þetta gæti ekki verið betra. Eftir alla vinnuna sem við höfum lagt í þetta mót og hvað við höfum staðið okkur vel í allt sumar, við höfum tapað tveimur leikjum í allt sumar og höfum ekki tapað á heimavelli í allt sumar. Eftir alla vinnuna er þetta mjög ljúft.

Hvernig leið Telmu að spila í dag í svona stórleik?

Mér leið mjög vel. Ég hafði bullandi trú á stelpunum allan tíman. Auðvitað er maður alltaf stressaður fyrir svona úrslitaleiki en allt er undir og þér langar ekkert meira en að landa þessum Íslandsmeistaratitli. En ég hafði aldrei áhyggjur af þessu þannig séð. Það voru lítið opin færi í dag sem kemur ekki á óvart. En við sinntum varnarvinnunni vel og tókum bikarinn heim.

Fanndís, leikmaður Vals, fékk dauðafæri alveg í restina en hvað hugsaði Telma í færinu?

Ég var að vona að hún myndi negla yfir skýlið og í götuna hérna fyrir aftan. En sem betur fer fyrir okkur hitti hún ekki á rammann. Fanndís er gífurlega góður leikmaður og hefði klárað þetta færi í 9 af hverjum 10 skiptum. Ég er þakklát að þetta hafi farið framhjá.

Hvað tekur við í kvöld?

Það er lokahóf í kvöld og þessu verður fagnað vel þar og væntanlega í alla nót ef ég þekki okkur rétt.

Viðtalið við Telmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner