Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   fim 05. desember 2024 23:24
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Skjótum okkur alltof oft í fótinn
Mynd: EPA
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham svaraði spurningum eftir 1-0 tap á útivelli gegn Bournemouth í kvöld.

Tottenham virtist ekki eiga nein svör gegn Bournemouth sem hefði hæglega getað unnið leikinn með tveggja eða þriggja marka mun ef ekki fyrir Fraser Forster sem stóð sig vel á milli stanganna.

„Við byrjuðum vel en fengum slappt mark á okkur. Þetta er erfiður völlur heim að sækja og sérstaklega þegar maður gefur andstæðingunum svona mark á silfurfati. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur, við komum hingað til að sigra. Við vissum að við værum að mæta erfiðum andstæðingum en samt leyfðum við þeim að taka forystuna og refsa okkur," sagði Postecoglou.

„Við þurfum að vera ákveðnari og grimmari sem lið. Við megum ekki leyfa andstæðingunum að taka stjórn á leiknum með þessum hætti. Við byrjuðum báða hálfleiki vel, við vorum við stjórn, en misstum svo dampinn.

„Við erum sjálfum okkur verstir, við skjótum okkur alltof oft í fótinn þegar við ættum að stjórna leikjum. Við höfum gert þetta oft áður í haust þar sem við erum að spila betur heldur en andstæðingarnir, gefum þeim svo mark og endum á að tapa leiknum.

„Ég skil að stuðningsmenn séu ósáttir. Þeir eiga fullan rétt á því. Við þurfum að gera betur í næstu leikjum, það eru mikilvægir leikir framundan í erfiðri leikjatörn."


Tottenham er um miðja deild, með 20 stig eftir 14 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner