„Við náðum að setja smá kraft í þetta undir lok seinni hálfleiks, en hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. En við náðum að klára þetta sem betur fer,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Reykjavíkurmótsins.
„Fyrri hálfleikurinn var mjög fínn og við sköpuðum okkur ágætis færi, en seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður. Þetta er búið að vera erfið æfingavika hjá okkur. Við náðum að klára þetta.“
„Þetta er nú bara undirbúningur fyrir sumarið og það góða við þetta er að fá annan alvöru leik, að þurfa ekki að undirbúa æfingaleik. Nú fáum við úrslitaleik í næstu viku, sem er gaman.“
Bjarni segist aðallega láta sína menn spila fótbolta á æfingum í stað þess að hlaupa úti.
„Það er bara fótbolti og fótbolti, misjafnar útgáfur. Þú getur farið og hlaupið maraþon og svo ferðu og spilar fótbolta og ert á rassgatinu eftir þrjár mínútur. Það að fara út að hlaupa 10 kílómetra hring, við gerum ekki mikið af því. Helst ekki neitt.“
Athugasemdir
























