Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   sun 06. apríl 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA gerði jafntefli gegn KR í fyrsta leik liðanna í Bestu deildinni á þessu tímabili. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson eftir leikinn.

„Virkilega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Sköpuðum 4-5 dauðafæri og skorum tvö mörk. Við gáfum eitt ódýrt mark og hitt kemur eftir innkast og við erum ekki búnir að stilla upp og Jói skorar frábært mark," sagði Haddi.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, fengu báðir rautt spjald í leiknum.

„Bæði mjög eðlileg og rétt. Hann ákveður að teika okkar mann þegar við erum að fara í skyndisókn og er á gulu spjaldi, augljóst rautt spjald. Svo gefur hann okkur olnbogaskot þegar það er innkast. Mér fannst þetta líta verr út þegar ég sá þetta á myndbandsupptöku. Ég reikna með því að allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum," sagði Haddi.

Haddi er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Víkingum á útivelli.

„Ég veit hvað í okkur býr. Þó að einhverjir voru að koma til baka eftir að hafa verið meiddir þá voru þeir flottir í dag. Hópurinn mun styrkjast ennþá meira fyrir Víkings leikinn. Okkur hefur gengið vel á móti Víking undanfarið, síðustu tvo leiki höfum við unnið þá samanlagt 3-0. Nú er nýtt ár og þeir vilja vissulega hefna fyrir það en við mætum með sjálfstraust og gíraðir eftir að hafa séð í dag að við litum út eins og við viljum líta út," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner