Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 06. apríl 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA gerði jafntefli gegn KR í fyrsta leik liðanna í Bestu deildinni á þessu tímabili. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson eftir leikinn.

„Virkilega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Sköpuðum 4-5 dauðafæri og skorum tvö mörk. Við gáfum eitt ódýrt mark og hitt kemur eftir innkast og við erum ekki búnir að stilla upp og Jói skorar frábært mark," sagði Haddi.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, fengu báðir rautt spjald í leiknum.

„Bæði mjög eðlileg og rétt. Hann ákveður að teika okkar mann þegar við erum að fara í skyndisókn og er á gulu spjaldi, augljóst rautt spjald. Svo gefur hann okkur olnbogaskot þegar það er innkast. Mér fannst þetta líta verr út þegar ég sá þetta á myndbandsupptöku. Ég reikna með því að allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum," sagði Haddi.

Haddi er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Víkingum á útivelli.

„Ég veit hvað í okkur býr. Þó að einhverjir voru að koma til baka eftir að hafa verið meiddir þá voru þeir flottir í dag. Hópurinn mun styrkjast ennþá meira fyrir Víkings leikinn. Okkur hefur gengið vel á móti Víking undanfarið, síðustu tvo leiki höfum við unnið þá samanlagt 3-0. Nú er nýtt ár og þeir vilja vissulega hefna fyrir það en við mætum með sjálfstraust og gíraðir eftir að hafa séð í dag að við litum út eins og við viljum líta út," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner
banner