Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
   sun 06. apríl 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA gerði jafntefli gegn KR í fyrsta leik liðanna í Bestu deildinni á þessu tímabili. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson eftir leikinn.

„Virkilega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Sköpuðum 4-5 dauðafæri og skorum tvö mörk. Við gáfum eitt ódýrt mark og hitt kemur eftir innkast og við erum ekki búnir að stilla upp og Jói skorar frábært mark," sagði Haddi.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, fengu báðir rautt spjald í leiknum.

„Bæði mjög eðlileg og rétt. Hann ákveður að teika okkar mann þegar við erum að fara í skyndisókn og er á gulu spjaldi, augljóst rautt spjald. Svo gefur hann okkur olnbogaskot þegar það er innkast. Mér fannst þetta líta verr út þegar ég sá þetta á myndbandsupptöku. Ég reikna með því að allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum," sagði Haddi.

Haddi er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Víkingum á útivelli.

„Ég veit hvað í okkur býr. Þó að einhverjir voru að koma til baka eftir að hafa verið meiddir þá voru þeir flottir í dag. Hópurinn mun styrkjast ennþá meira fyrir Víkings leikinn. Okkur hefur gengið vel á móti Víking undanfarið, síðustu tvo leiki höfum við unnið þá samanlagt 3-0. Nú er nýtt ár og þeir vilja vissulega hefna fyrir það en við mætum með sjálfstraust og gíraðir eftir að hafa séð í dag að við litum út eins og við viljum líta út," sagði Haddi.
Athugasemdir