,,Þetta var virkilega heimskuleg ákvörðun hjá mér," sagði Finnur Ólafsson miðjumaður Fylkis við Fótbolta.net eftir 2-1 tap liðsins gegn Val í kvöld.
Finnur fékk að líta rauða spjaldið eftir rúman klukkutíma þegar hann varði skalla Hauk Páls Sigurðssonar með hendi á marklínu.
Finnur fékk að líta rauða spjaldið eftir rúman klukkutíma þegar hann varði skalla Hauk Páls Sigurðssonar með hendi á marklínu.
,,Ég er að eyðileggja leikinn með þessari hendi. Ég er ekki einu sinni að hugsa hvað ég er að gera. Þetta er hárrétt víti og rautt. Þetta má ekki gerast."
Fylkismenn leiddu 1-0 þegar Finnur var rekinn út af en Valsmenn jöfnuðu úr vítaspyrnunni áður en Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið.
,,Ég var svo pirraður út í sjálfan mig að ég horfði ekki á síðustu mínúturnar en mér fannst við vera yfir í leiknum ef eitthvað var. Strákarnir börðust eftir að ég var rekinn út af en við þurfum að spýta í lófana og halda áfram."
Hér að ofan má ssá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























