Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 06. maí 2017 16:37
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Elías: Virðumst vera í áskrift af þessu
Sveinn Elías í baráttunni með Þór
Sveinn Elías í baráttunni með Þór
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Elías Jónsson, leikmaður Þórs í Inkasso-deild karla í knattspyrnu, var mjög vonsvikinn eftir 3-1 tap fyrir Fylki í fyrstu umferð deildarinnar í dag. Þórsarar sáu aldrei til sólar í leiknum og mættu hreinlega ekki til leiks.

Þórsarar byrjuðu leikinn ágætlega og fékk Sveinn meðal annars frábært færi til að koma gestunum yfir en Aron Snær Friðriksson varði vel frá honum. Fylkismenn efldust við það og skoraði Albert Brynjar Ingason áður en Oddur Ingi Guðmundsson bætti við öðru fyrir hálfleik. Andrés Már Jóhannesson bætti við þriðja um miðjan síðari hálfleikinn áður en Orri Sigurjónsson klóraði í bakkann fyrir gestina.

„Við vorum alls ekki nógu góðir. Fylkismenn mættu klárir í leikinn, ekki við. Sanngjarn sigur," sagði Sveinn við Fótbolta.net í dag.

„Við ætluðum að vera þéttir og opna þá, svipað og við höfum gert í æfingaleikjunum. Ég fékk dauðafæri áður en þeir skora en að öðru leiti man ég ekki eftir góðu færi í leiknum. Við fórum ekki eftir því sem var lagt upp fyrir okkur."

Jóhann Helgi Hannesson og Gunnar Örvar Stefánsson fengu ekki mörg færi til þess að moða úr í dag en Sveinn var óánægður með stuðninginn við þá.

„Við vorum ekki að styðja framherjana í dag. Mér fannst alltof langt bil milli framherjana og restina af liðinu. Miðjan og kanturinn voru ekki að styðja vel við Jóa og Gunna upp á topp. Mörkin voru klaufaleg, illa gert hjá okkur varnarlega," sagði hann ennfremur.

„Við virðumst vera í áskrift af þessu að skíta á okkur í fyrsta leik svona síðustu ár og við gerðum það því miður í dag. Við ætluðum að vinda ofan af því en gaman að sjá að ungir leikmenn fá séns í dag og mér fannst þeir standa sig vel. Það eru margir sem þurfa að stíga upp," sagði Sveinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner