Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 06. júní 2022 21:59
Anton Freyr Jónsson
Hörður Björgvin: Mistökin voru að við tókum ekki seinni boltann
Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli. Hörður Björgvin Magnússon var valinn maður leiksins af Fótbolta.net en hann var mjög traustur aftast í liði Íslands.

„Það var svekkelsi að fá markið á okkur í fyrri hálfleik. Það er eins og við þurfum að fá mark á okkur til að komast aftur inn í leikinn og gera einhverjar rósir. Það eru við sem sköpuðum okkur hættulegri færi þannig svekkjandi að hafa ekki tekið sigurinn heim."


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

„Þeir náttúrulega voru búnir að spila eins og handboltamenn, búnir að fara í hornin og miðsvæðið og síðan ná þeir skoti. Ég held að mistökin hafi verið að við tókum ekki seinni boltann sem Rúnar varði. Við þurfum bara að skoða þetta og læra af því." 

Íslenska liðið kom töluvert beittara inn í síðari hálfleikinn og var Hörður Björgvin  spurður hverju liðið hafi breytt inn í síðari hálfleikinn en jöfnunarmarkið kom snemma í síðari hálfleik þegar Jón Dagur Þorsteinsson skoraði með skoti úr teignum.

„Við föttuðum hvernig við áttum að pressa þá, við fengum meiri kraft úr klefanum hvernig við ætluðum að gera þetta. Það komu ferskar lappir inn sem gerðu vel og það breytti heilmiklu í spilinu okkar."



Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir