Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 06. júní 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton kynnir Dahoud og Milner í vikunni
Mynd: EPA

Brighton er að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök næstu leiktíðar þar sem liðinu tókst að krækja sér í Evrópudeildarsæti á nýliðnu úrvalsdeildartímabili.


Tveir miðjumenn eru að ganga til liðs við Brighton á frjálsri sölu og verða þeir kynntir af félaginu fyrir helgi samkvæmt fótboltafréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano.

Annar þeirra er hinn 37 ára gamli James Milner, sem kom við sögu í 43 leikjum með Liverpool á tímabilinu þó það hafi oftast verið af bekknum. Milner gerir eins árs samning við Brighton.

Hinn er Mahmoud Dahoud, 27 ára miðjumaður sem kemur úr röðum Borussia Dortmund og skrifar undir fjögurra ára samning. Þeir eiga að hjálpa til við að fylla í skarðið sem Alexis Mac Allister mun skilja eftir sig á miðjunni þegar hann gengur til liðs við Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner