Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 06. júlí 2019 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Martin: Vildi ekki vera áfram í Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin mætti sínum fyrrum félögum í KR í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur, 1-2, og átti Gary meðal annars skot í slá.

„Mér finnst frábært að vera byrjaður að spila aftur. Ég er sigurvegari og þess vegna er ég vonsvikinn með úrslitin. Við hefðum getað fengið stig úr þessum leik, þeir voru ekki mikið betri en við en á endanum voru það einstaklingsgæðin sem töldu," sagði Gary að leikslokum.

Hann komst nálægt því að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks en brenndi af góðu færi.

„Þetta er var dauðafæri, en svona er þetta þegar maður er ekki búinn að spila fótbolta í sex vikur. Hann hefði líklegast endað í netinu ef ég hefði verið búinn að spila eitthvað af viti í sumar. Ég hefði átt að skora en þetta klúður er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag."

Gary gat valið á milli nokkurra liða á Íslandi eftir misheppnaða dvöl hjá Val fyrri part sumars. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að hann valdi ÍBV.

„Ég kom hingað til að skora en í dag klúðraði ég tveimur færum. Okkur vantar sigurvegara, menn sem þrá að vinna. Ég geri mitt besta fyrir félagið, það er allt sem ég get gert.

„Ég valdi ÍBV því ég vildi ekki vera áfram í Reykjavík eftir það sem gerðist. Ég vildi ekki halda áfram að rekast á fólk, fyrrverandi liðsfélaga og aðra sem samþykkja ekki alvöru ástæðuna fyrir brottförinni.

„Hérna er hver einasti leikur eins og úrslitaleikur og ég þarf að leggja mig allan fram og halda einbeitingu. Ég hefði auðveldlega getað farið til annars félags en þá hefði ég kannski ekki verið 100% einbeittur. Mig vantaði að fara til félags þar sem ég er mikilvægur og þarf að leggja allt í sölurnar í hverjum leik."


Gary var að lokum spurður hvernig honum liði með hvernig var komið fram við hann hjá Val og hann sagðist ekki erfa neitt við neinn þar.

„Ég erfi þetta ekki við neinn hjá Val. Ég á góða vini þar og ber enn virðingu fyrir Óla jó sem þjálfara. Þetta var bara röng tímasetning og setti mig í slæma stöðu. Ég var ekki ánægður þegar þetta var að gerast."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner