Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   lau 06. ágúst 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu
Góð þróun á Þórsliðinu
Lengjudeildin
Ánægður eftir leik
Ánægður eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, þetta er leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu. Liðið hefur þroskast mikið í sumar og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið einn af okkar betri leikjum í sumar þá náðum við að landa þessu," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Það voru rosalega miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir tímabilið, framan af vorum við að fá mikið af einstaklingsmistökum en það er sem betur fer erfitt að spila á móti okkur. Vestri er auðvitað með frábært lið og voru betri aðilinn í dag. Við náðum samt að kreista þetta og á endanum skoruðum við fleiri mörk og áttum þetta skilið."

Láki var ánægður með hugarfar sinna manna. „Við töluðum um það í hálfleik að við værum í vandræðum, en í dag værum við bara gott lið og þó að Vestri hefði verið betri að vera ekki að stressa sig á því. Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum og góð þróun á liðinu."

Hinn átján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði sitt fjórða mark í sumar í leiknum og reyndist það sigurmarkið.

„Ég var búinn að segja honum fyrir leik að hann ætti að taka Nacho og einbeita sér að honum en laumaði rétt fyrir leik að honum: „En ef þú skorar þá þarf hann að hafa áhyggjur af þér." Ekki besti leikurinn hans Bjarna, sem er búinn að vera frábær í sumar, en þá kemur hann með svona konfekt."

Þór hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö leikjum. „Eftir mjög erfitt sumar erum við búnir að snúa þessu við - lentum í miklum skakkaföllum. Ég myndi segja að þessi breyting við að fá Alexander og Ion inní liðið og líka hafa ákveðnir leikmenn í liðinu stigið upp sem leiðtogar í liðinu, eins og Orri Sigurjóns. Það hefur breytt gríðarlega miklu fyrir liðið."

Viðtalið við Láka er aðeins lengra og má nálgast það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir