Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 06. ágúst 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu
Góð þróun á Þórsliðinu
Lengjudeildin
Ánægður eftir leik
Ánægður eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, þetta er leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu. Liðið hefur þroskast mikið í sumar og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið einn af okkar betri leikjum í sumar þá náðum við að landa þessu," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Það voru rosalega miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir tímabilið, framan af vorum við að fá mikið af einstaklingsmistökum en það er sem betur fer erfitt að spila á móti okkur. Vestri er auðvitað með frábært lið og voru betri aðilinn í dag. Við náðum samt að kreista þetta og á endanum skoruðum við fleiri mörk og áttum þetta skilið."

Láki var ánægður með hugarfar sinna manna. „Við töluðum um það í hálfleik að við værum í vandræðum, en í dag værum við bara gott lið og þó að Vestri hefði verið betri að vera ekki að stressa sig á því. Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum og góð þróun á liðinu."

Hinn átján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði sitt fjórða mark í sumar í leiknum og reyndist það sigurmarkið.

„Ég var búinn að segja honum fyrir leik að hann ætti að taka Nacho og einbeita sér að honum en laumaði rétt fyrir leik að honum: „En ef þú skorar þá þarf hann að hafa áhyggjur af þér." Ekki besti leikurinn hans Bjarna, sem er búinn að vera frábær í sumar, en þá kemur hann með svona konfekt."

Þór hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö leikjum. „Eftir mjög erfitt sumar erum við búnir að snúa þessu við - lentum í miklum skakkaföllum. Ég myndi segja að þessi breyting við að fá Alexander og Ion inní liðið og líka hafa ákveðnir leikmenn í liðinu stigið upp sem leiðtogar í liðinu, eins og Orri Sigurjóns. Það hefur breytt gríðarlega miklu fyrir liðið."

Viðtalið við Láka er aðeins lengra og má nálgast það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner