Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 06. ágúst 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu
Góð þróun á Þórsliðinu
Lengjudeildin
Ánægður eftir leik
Ánægður eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, þetta er leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu. Liðið hefur þroskast mikið í sumar og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið einn af okkar betri leikjum í sumar þá náðum við að landa þessu," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Það voru rosalega miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir tímabilið, framan af vorum við að fá mikið af einstaklingsmistökum en það er sem betur fer erfitt að spila á móti okkur. Vestri er auðvitað með frábært lið og voru betri aðilinn í dag. Við náðum samt að kreista þetta og á endanum skoruðum við fleiri mörk og áttum þetta skilið."

Láki var ánægður með hugarfar sinna manna. „Við töluðum um það í hálfleik að við værum í vandræðum, en í dag værum við bara gott lið og þó að Vestri hefði verið betri að vera ekki að stressa sig á því. Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum og góð þróun á liðinu."

Hinn átján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði sitt fjórða mark í sumar í leiknum og reyndist það sigurmarkið.

„Ég var búinn að segja honum fyrir leik að hann ætti að taka Nacho og einbeita sér að honum en laumaði rétt fyrir leik að honum: „En ef þú skorar þá þarf hann að hafa áhyggjur af þér." Ekki besti leikurinn hans Bjarna, sem er búinn að vera frábær í sumar, en þá kemur hann með svona konfekt."

Þór hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö leikjum. „Eftir mjög erfitt sumar erum við búnir að snúa þessu við - lentum í miklum skakkaföllum. Ég myndi segja að þessi breyting við að fá Alexander og Ion inní liðið og líka hafa ákveðnir leikmenn í liðinu stigið upp sem leiðtogar í liðinu, eins og Orri Sigurjóns. Það hefur breytt gríðarlega miklu fyrir liðið."

Viðtalið við Láka er aðeins lengra og má nálgast það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner