Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 06. ágúst 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu
Góð þróun á Þórsliðinu
Lengjudeildin
Ánægður eftir leik
Ánægður eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, þetta er leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu. Liðið hefur þroskast mikið í sumar og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið einn af okkar betri leikjum í sumar þá náðum við að landa þessu," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Það voru rosalega miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir tímabilið, framan af vorum við að fá mikið af einstaklingsmistökum en það er sem betur fer erfitt að spila á móti okkur. Vestri er auðvitað með frábært lið og voru betri aðilinn í dag. Við náðum samt að kreista þetta og á endanum skoruðum við fleiri mörk og áttum þetta skilið."

Láki var ánægður með hugarfar sinna manna. „Við töluðum um það í hálfleik að við værum í vandræðum, en í dag værum við bara gott lið og þó að Vestri hefði verið betri að vera ekki að stressa sig á því. Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum og góð þróun á liðinu."

Hinn átján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði sitt fjórða mark í sumar í leiknum og reyndist það sigurmarkið.

„Ég var búinn að segja honum fyrir leik að hann ætti að taka Nacho og einbeita sér að honum en laumaði rétt fyrir leik að honum: „En ef þú skorar þá þarf hann að hafa áhyggjur af þér." Ekki besti leikurinn hans Bjarna, sem er búinn að vera frábær í sumar, en þá kemur hann með svona konfekt."

Þór hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö leikjum. „Eftir mjög erfitt sumar erum við búnir að snúa þessu við - lentum í miklum skakkaföllum. Ég myndi segja að þessi breyting við að fá Alexander og Ion inní liðið og líka hafa ákveðnir leikmenn í liðinu stigið upp sem leiðtogar í liðinu, eins og Orri Sigurjóns. Það hefur breytt gríðarlega miklu fyrir liðið."

Viðtalið við Láka er aðeins lengra og má nálgast það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner