Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
" width="90"/>
Ítalski
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
   lau 06. ágúst 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu
Góð þróun á Þórsliðinu
Lengjudeildin
Ánægður eftir leik
Ánægður eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, þetta er leikur sem við hefðum klárlega tapað fyrr á tímabilinu. Liðið hefur þroskast mikið í sumar og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið einn af okkar betri leikjum í sumar þá náðum við að landa þessu," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Það voru rosalega miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir tímabilið, framan af vorum við að fá mikið af einstaklingsmistökum en það er sem betur fer erfitt að spila á móti okkur. Vestri er auðvitað með frábært lið og voru betri aðilinn í dag. Við náðum samt að kreista þetta og á endanum skoruðum við fleiri mörk og áttum þetta skilið."

Láki var ánægður með hugarfar sinna manna. „Við töluðum um það í hálfleik að við værum í vandræðum, en í dag værum við bara gott lið og þó að Vestri hefði verið betri að vera ekki að stressa sig á því. Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum og góð þróun á liðinu."

Hinn átján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði sitt fjórða mark í sumar í leiknum og reyndist það sigurmarkið.

„Ég var búinn að segja honum fyrir leik að hann ætti að taka Nacho og einbeita sér að honum en laumaði rétt fyrir leik að honum: „En ef þú skorar þá þarf hann að hafa áhyggjur af þér." Ekki besti leikurinn hans Bjarna, sem er búinn að vera frábær í sumar, en þá kemur hann með svona konfekt."

Þór hefur unnið þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö leikjum. „Eftir mjög erfitt sumar erum við búnir að snúa þessu við - lentum í miklum skakkaföllum. Ég myndi segja að þessi breyting við að fá Alexander og Ion inní liðið og líka hafa ákveðnir leikmenn í liðinu stigið upp sem leiðtogar í liðinu, eins og Orri Sigurjóns. Það hefur breytt gríðarlega miklu fyrir liðið."

Viðtalið við Láka er aðeins lengra og má nálgast það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner