Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   þri 06. október 2015 20:47
Alexander Freyr Tamimi
Ásgerður Stefanía: Anna Björk búin að vera að lyfta
Kvenaboltinn
Adda og félagar mæta rússnesku Stjörnunni.
Adda og félagar mæta rússnesku Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, er til í slaginn fyrir fyrri leik liðsins gegn WFC Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í Garðabænum í kvöld.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV, en Stjarnan mætti þessum sömu andstæðingum í 32-liða úrslitunum í fyrra og tapaði þá 5-2 í Garðabænum. Þær ætla sér að gera betur núna.

„Við erum búnar að tapa tvisvar fyrir rússnesku liði og í þetta skiptið ætlum við okkur áfram. Við vitum hvernig þær spila og það eru litlar breytingar frá því í fyrra, þannig að það er það jákvæða fyrir að hafa fengið þennan drátt," sagði Adda við Fótbolta.net.

Síðast þegar liðin mættust var það í raun bara einn leikmaður. Josée Nahi, sem olli Stjörnunni öllum vandræðunum. Þessi gríðarlega hraði framherji frá Fílabeinsströndinni lék varnarmennina grátt og skoraði þrennu.

„Anna Björk er búin að vera að lyfta vel í allan vetur til að taka á móti henni. Nei, við þurfum að stoppa hana og þurfum líka að stoppa fleiri leikmenn í þessu liði. Þegar við spiluðum útileikinn var hún ekki með og það stigu aðrir leikmenn upp í staðinn," sagði Ásgerður.
Athugasemdir
banner
banner
banner