Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
   fös 06. október 2017 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði: Ég hélt að boltinn ætlaði aldrei inn
Icelandair
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson spilaði líklega sinn besta landsleik frá upphafi í 3-0 sigrinum á Tyrklandi í kvöld.

Jón Daði var gríðarlega duglegur, eins og hann er alltaf, en hann lagði líka upp fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum.

„Takk fyrir það," sagði Jón spurður út í það hvort þetta hefði verið sinn besti landsleikur. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp í minni frammistöðu og þegar liðið spilar allt saman vel þá hjálpar það líka til."

Lestu um leikinn: Tyrkland 0 -  3 Ísland

Jón Daði sá Jóhann Berg í fyrra markinu, en sendingin hjá Jóni var algjörlega frábær.

„Ég ákvað hann eins fastan fyrir og ég gat og ég sá að Alfreð rétt missti af honum og síðan sá ég Jóa. Ég hélt að boltinn ætlaði aldrei inn, hann var svo lengi inn."

„Þetta var frábær leikur í heild sinni hjá okkur."

Hann segir að það hafi verið auðvelt að gíra sig í leikinn.

„Þetta eru bestu leikirnir, þú vilt spila í þessu umhverfi. Það er miklu skemmtilegra að spila í þessu en á tómum velli í Úkraínu eða Króatíu. Það mótiverar mann að spila í svona."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner