Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   fös 06. október 2017 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði: Ég hélt að boltinn ætlaði aldrei inn
Icelandair
watermark Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson spilaði líklega sinn besta landsleik frá upphafi í 3-0 sigrinum á Tyrklandi í kvöld.

Jón Daði var gríðarlega duglegur, eins og hann er alltaf, en hann lagði líka upp fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum.

„Takk fyrir það," sagði Jón spurður út í það hvort þetta hefði verið sinn besti landsleikur. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp í minni frammistöðu og þegar liðið spilar allt saman vel þá hjálpar það líka til."

Lestu um leikinn: Tyrkland 0 -  3 Ísland

Jón Daði sá Jóhann Berg í fyrra markinu, en sendingin hjá Jóni var algjörlega frábær.

„Ég ákvað hann eins fastan fyrir og ég gat og ég sá að Alfreð rétt missti af honum og síðan sá ég Jóa. Ég hélt að boltinn ætlaði aldrei inn, hann var svo lengi inn."

„Þetta var frábær leikur í heild sinni hjá okkur."

Hann segir að það hafi verið auðvelt að gíra sig í leikinn.

„Þetta eru bestu leikirnir, þú vilt spila í þessu umhverfi. Það er miklu skemmtilegra að spila í þessu en á tómum velli í Úkraínu eða Króatíu. Það mótiverar mann að spila í svona."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner