Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. október 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Grealish skellihlæjandi á vellinum - „Aldrei orðið vitni að öðru eins"
Jack Grealish og Erling Braut Haaland
Jack Grealish og Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish á erfitt með að trúa því sem hann er að upplifa hjá Manchester City, en Erling Braut Haaland, liðsfélagi hans hjá enska liðinu, er kominn með 19 mörk á tímabilinu og við erum bara komin í október.

Haaland skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 5-0 sigri Man City á FCK í Meistaradeildinni í gær, en hann virðist leika sér að því að koma boltanum í netið eins og síðustu tímabil.

Hann er með 19 mörk í öllum keppnum og miðað við tölurnar sem hann er að skila stefnir allt í að hann slái öll met á þessari leiktíð.

Grealish ræddi við BT Sport um Haaland og átti hann erfitt með að lýsa norska framherjanum.

„Þetta er ótrúlegt svona ef ég að vera hreinskilinn. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins í lífinu," sagði Grealish á BT Sport.

„Ég var bara hlæjandi í fyrsta og öðru markinu. Hann er alltaf þarna. Markvörðurinn sagði eitthvað við mig þegar ég var að labba til baka. Hann sagði: „Hann er ekki mennskur" og ég spurði: „Ertu að segja mér einhverjar fréttir?" Vonandi getur hann haldið áfram á sömu braut og hjálpað okkur á sigurbraut," sagði Grealish ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner