fös 06. nóvember 2020 10:38
Magnús Már Einarsson
Óli Jó ekki áfram hjá Stjörnunni (Staðfest)
Ólafur fagnar eftir sigurleik í sumar.
Ólafur fagnar eftir sigurleik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Ólafur Jóhannesson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur hætti þjálfun liðsins. Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfuðu liðið saman á nýliðnu tímabili.

Í fréttatilkynningu frá Stjörnunni kemur fram að Ólafur hverfi á braut að eigin ósk.

Ólafur kom til Stjörnunnar síðastliðið haust eftir að hafa áður unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með Val. Hann vann einnig þrjá Íslandsmeistaratitla hjá FH á sínum tíma.

Ólafur er mjög reyndur þjálfari en hann þjálfaði íslenska landsliðið frá 2007 til 2011.

Fréttatilkynning frá Stjörnunni
Stjarnan og Ólafur Jóhannesson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur hætti þjálfun liðsins.
Ólafur sem er einn sigursælasti þjálfari landsins starfaði á síðastliðnu tímabil við hlið Rúnars Páls en hverfur nú á braut að eigin ósk.

„Það hefur verið heiður að starfa með Óla í kringum liðið, hann er hreinn og beinn í sínum samskiptum og kom inn með kraft og nýja sýn inní starfið hjá okkur og skilur mikið eftir sem við sannarlega ætlum að byggja ofaná. Þrátt fyrir að tímabilið hafi verið sérstakt fyrir margra hluta sakir stendur nú samt uppúr góður árangur sem náðist undir stjórn þeirra Óla og Rúnars, þvert á allar spá," segir Helgi Hrannarr, formaður m.fl ráðs.

Við stöndum á ákveðnum tímamótum og teljum framtíðina bjarta í Garðabænum, mikið af ungum leikmönnum að koma upp og ákveðin kynslóðaskipti eru handan hornsins. Við hlökkum til að takast á við verkefnið.

Stjarnan mun eftir sem áður setja markið hátt á komandi árum og teljum að það séu afar spennandi tímar framundan og nægur efniviður til staðar til að byggja ofaná þann góða grunn sem fyrir er.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Óla fyrir samstarfið, ég lærði mikið af honum þennan tíma enda maðurinn hokinn af reynslu. Ég naut tímans þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem sl tímabil var og það var umfram allt fagmennska sem einkenndi hans vinnubrögð, ásamt skemmtilegu andrúmslofti. Ég óska honum góðs gengis og hlakka til að sjá hann á vellinum” segir Rúnar Páll.

„Það hefur verið heiður að starfa fyrir félagið, hér er gott og metnaðarfullt umhverfi og frábært fólk allt í kringum félagið. Þetta hefur verið langt og skrítið tímabil og nú er komið að kærkomnu fríi” Ég kveð félagið sáttur og með söknuði” er haft eftir Ólafi
Skíni Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner