Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 06. nóvember 2024 11:20
Elvar Geir Magnússon
Leikur sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan í apríl
Spænskir fjölmiðlar segja að Frenkie de Jong verði í byrjunarliði Barcelona í Meistaradeildarleiknum gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad í kvöld.

Þetta yrði þá fyrsti byrjunarliðsleikur Hollendingsins síðan í apríl. Hann var lengi frá vegna ökklameiðsla en leit vel út þegar hann kom inn af bekknum í El Clasico.

Hann hefur komið inn sem varamaður í fimm leikjum undanfarinn mánuð.

Ef spænskir miðlar hafa rétt fyrir sér og De Jong byrjar þá verður Pedri eða Marc Casado hvíldur. Báðir hafa leikið mjög vel að undanförnu.
Athugasemdir
banner