Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 06. nóvember 2024 11:20
Elvar Geir Magnússon
Leikur sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan í apríl
Spænskir fjölmiðlar segja að Frenkie de Jong verði í byrjunarliði Barcelona í Meistaradeildarleiknum gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad í kvöld.

Þetta yrði þá fyrsti byrjunarliðsleikur Hollendingsins síðan í apríl. Hann var lengi frá vegna ökklameiðsla en leit vel út þegar hann kom inn af bekknum í El Clasico.

Hann hefur komið inn sem varamaður í fimm leikjum undanfarinn mánuð.

Ef spænskir miðlar hafa rétt fyrir sér og De Jong byrjar þá verður Pedri eða Marc Casado hvíldur. Báðir hafa leikið mjög vel að undanförnu.
Athugasemdir