banner
   þri 06. desember 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dalic: Ógnvekjandi verkefni
Zlatko Dalic.
Zlatko Dalic.
Mynd: Getty Images
Króatíska landsliðið býr sig undir 'ógnvekjandi' viðureign gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum á föstudaginn. Króatía vann Japan í vítakeppni í gær en Brasilía vann 4-1 sigur gegn Suður-Kóreu.

„Brasilía er líklegra liðið, þeir eru líklegastir til að vinna mótið," segir Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu.

„Brasilía er kraftmesta og besta landsliðið á HM, af því sem ég hef séð hingað til. Þegar hópurinn þeirra er skoðaður og gæðin sem þar eru þá er það hreinlega ógnvekjandi."

„Það er stórt próf framundan, erfitt verkefni gegn liði sem spilar frábæran fótbolta með svo mikil gæði og hraða leikmenn."

„Við höfum ekkert að óttast. Við þurfum að nálgast þennan leik með trú, sjálfstraust og leikgleði. Við þurfm að vera klókir."
Athugasemdir
banner
banner
banner