Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   þri 06. desember 2022 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepe gaf Ronaldo fyrirliðabandið
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum gegn Sviss í kvöld en hann kom inn á sem varamaður fyrir Goncalo Ramos þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.


Ramos kom inn í byrjunarliðið í hans stað en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld en þegar þetta er skrifað er 5-1 fyrir Portúgal og um 10 mínútur eftir af venjulegum leiktíma.

Fernando Santos er sagður hafa verið að refsa Ronaldo fyrir hegðun sína eftir að hafa brugðist illa við að hafa verið tekinn útaf í síðasta leik liðsins.

Pepe bar fyrirliðabandið í hans stað en þessi 39 ára gamli miðvörður skoraði annað mark liðsins í leiknum.

Pepe gekk upp að Ronaldo á hliðarlínunni þegar hann var að gera sig tilbúinn til að koma inná og lét hann fá fyrirliðabandið en var þó ekki á leið út af sjálfur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner