Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 07. maí 2022 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Hallgrímur Jónasson: Eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA kom í viðtal eftir að liðið hans gerði 0-0 jafntefli við KR í dag. Arnar Grétarsson aðalþjálfari liðsins bað um að senda aðstoðarmanninn sinn þar sem hann hafði þegar tekið nokkuð mörg viðtöl. 

Hallgrímur var nokkuð sáttur við niðurstöðuna og hafði þetta að segja.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Var þetta unnið stig frekar en töpuð 2?

„Já svona miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá get ég ekki sagt annað en að við séum gríðarlega ánægðir með úrslitin. Við spilum ágætis leik fram að rauða spjaldinu, við hefðum kannski átt að vera aðeins betri og rólegri á boltanum en eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir. Vinnum vel og fáum nánast ekki færi á okkur þannig við erum bara gríðarlega ánægðir."

Ert þú búinn að sjá endursýningu á rauða spjaldinu?

„Nei ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég vill ekki tjá mig of mikið um þetta. Ég er búinn að tala við báða leikmennina og fæ tvær mismunandi útgáfur þannig það er bara best að bíða eftir að vera búinn að sjá þetta sjálfur. Ég þekki Kjartan Henry vel og er búinn að gera síðan ég var ungur þannig að ég myndaði mér strax skoðun á þessu en það er best að sjá þetta."

Hvað sagði Arnar til þess að fá þetta rauða spjald?

„Það var bara einhver allmenn tuð á bekknum og það var búið að vara hann við og hann ákveður að henda honum upp í stúku. Hann sagði ekkert eitthvað sérstakt held ég til þess að fá rautt spjald bara óánægður með hvað er að gerast."

10 stig eftir 4 leiki þetta fer vel af stað.

„Já þetta fer bara vel af stað, við erum með gríðarlega sterkan hóp og við vitum það. Ekki mikil breyting á hópnum frá því í fyrra. Við höfum verið í smá meiðslabrasi á undirbúningstímabilinu en svona smátt og smátt er hópurinn að þéttast og menn að verða klárir. Þannig við erum bara að sýna það að við erum á gríðarlega flottum stað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Hallgrímur ræðir nánar dómara frammistöðuna og frammistöðu síns liðs.



Athugasemdir