Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
   lau 07. maí 2022 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Hallgrímur Jónasson: Eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA kom í viðtal eftir að liðið hans gerði 0-0 jafntefli við KR í dag. Arnar Grétarsson aðalþjálfari liðsins bað um að senda aðstoðarmanninn sinn þar sem hann hafði þegar tekið nokkuð mörg viðtöl. 

Hallgrímur var nokkuð sáttur við niðurstöðuna og hafði þetta að segja.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Var þetta unnið stig frekar en töpuð 2?

„Já svona miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá get ég ekki sagt annað en að við séum gríðarlega ánægðir með úrslitin. Við spilum ágætis leik fram að rauða spjaldinu, við hefðum kannski átt að vera aðeins betri og rólegri á boltanum en eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir. Vinnum vel og fáum nánast ekki færi á okkur þannig við erum bara gríðarlega ánægðir."

Ert þú búinn að sjá endursýningu á rauða spjaldinu?

„Nei ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég vill ekki tjá mig of mikið um þetta. Ég er búinn að tala við báða leikmennina og fæ tvær mismunandi útgáfur þannig það er bara best að bíða eftir að vera búinn að sjá þetta sjálfur. Ég þekki Kjartan Henry vel og er búinn að gera síðan ég var ungur þannig að ég myndaði mér strax skoðun á þessu en það er best að sjá þetta."

Hvað sagði Arnar til þess að fá þetta rauða spjald?

„Það var bara einhver allmenn tuð á bekknum og það var búið að vara hann við og hann ákveður að henda honum upp í stúku. Hann sagði ekkert eitthvað sérstakt held ég til þess að fá rautt spjald bara óánægður með hvað er að gerast."

10 stig eftir 4 leiki þetta fer vel af stað.

„Já þetta fer bara vel af stað, við erum með gríðarlega sterkan hóp og við vitum það. Ekki mikil breyting á hópnum frá því í fyrra. Við höfum verið í smá meiðslabrasi á undirbúningstímabilinu en svona smátt og smátt er hópurinn að þéttast og menn að verða klárir. Þannig við erum bara að sýna það að við erum á gríðarlega flottum stað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Hallgrímur ræðir nánar dómara frammistöðuna og frammistöðu síns liðs.



Athugasemdir
banner