Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 07. maí 2022 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Hallgrímur Jónasson: Eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA kom í viðtal eftir að liðið hans gerði 0-0 jafntefli við KR í dag. Arnar Grétarsson aðalþjálfari liðsins bað um að senda aðstoðarmanninn sinn þar sem hann hafði þegar tekið nokkuð mörg viðtöl. 

Hallgrímur var nokkuð sáttur við niðurstöðuna og hafði þetta að segja.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Var þetta unnið stig frekar en töpuð 2?

„Já svona miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá get ég ekki sagt annað en að við séum gríðarlega ánægðir með úrslitin. Við spilum ágætis leik fram að rauða spjaldinu, við hefðum kannski átt að vera aðeins betri og rólegri á boltanum en eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir. Vinnum vel og fáum nánast ekki færi á okkur þannig við erum bara gríðarlega ánægðir."

Ert þú búinn að sjá endursýningu á rauða spjaldinu?

„Nei ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég vill ekki tjá mig of mikið um þetta. Ég er búinn að tala við báða leikmennina og fæ tvær mismunandi útgáfur þannig það er bara best að bíða eftir að vera búinn að sjá þetta sjálfur. Ég þekki Kjartan Henry vel og er búinn að gera síðan ég var ungur þannig að ég myndaði mér strax skoðun á þessu en það er best að sjá þetta."

Hvað sagði Arnar til þess að fá þetta rauða spjald?

„Það var bara einhver allmenn tuð á bekknum og það var búið að vara hann við og hann ákveður að henda honum upp í stúku. Hann sagði ekkert eitthvað sérstakt held ég til þess að fá rautt spjald bara óánægður með hvað er að gerast."

10 stig eftir 4 leiki þetta fer vel af stað.

„Já þetta fer bara vel af stað, við erum með gríðarlega sterkan hóp og við vitum það. Ekki mikil breyting á hópnum frá því í fyrra. Við höfum verið í smá meiðslabrasi á undirbúningstímabilinu en svona smátt og smátt er hópurinn að þéttast og menn að verða klárir. Þannig við erum bara að sýna það að við erum á gríðarlega flottum stað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Hallgrímur ræðir nánar dómara frammistöðuna og frammistöðu síns liðs.



Athugasemdir
banner
banner