Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 07. maí 2022 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Hallgrímur Jónasson: Eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA kom í viðtal eftir að liðið hans gerði 0-0 jafntefli við KR í dag. Arnar Grétarsson aðalþjálfari liðsins bað um að senda aðstoðarmanninn sinn þar sem hann hafði þegar tekið nokkuð mörg viðtöl. 

Hallgrímur var nokkuð sáttur við niðurstöðuna og hafði þetta að segja.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Var þetta unnið stig frekar en töpuð 2?

„Já svona miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá get ég ekki sagt annað en að við séum gríðarlega ánægðir með úrslitin. Við spilum ágætis leik fram að rauða spjaldinu, við hefðum kannski átt að vera aðeins betri og rólegri á boltanum en eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir. Vinnum vel og fáum nánast ekki færi á okkur þannig við erum bara gríðarlega ánægðir."

Ert þú búinn að sjá endursýningu á rauða spjaldinu?

„Nei ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég vill ekki tjá mig of mikið um þetta. Ég er búinn að tala við báða leikmennina og fæ tvær mismunandi útgáfur þannig það er bara best að bíða eftir að vera búinn að sjá þetta sjálfur. Ég þekki Kjartan Henry vel og er búinn að gera síðan ég var ungur þannig að ég myndaði mér strax skoðun á þessu en það er best að sjá þetta."

Hvað sagði Arnar til þess að fá þetta rauða spjald?

„Það var bara einhver allmenn tuð á bekknum og það var búið að vara hann við og hann ákveður að henda honum upp í stúku. Hann sagði ekkert eitthvað sérstakt held ég til þess að fá rautt spjald bara óánægður með hvað er að gerast."

10 stig eftir 4 leiki þetta fer vel af stað.

„Já þetta fer bara vel af stað, við erum með gríðarlega sterkan hóp og við vitum það. Ekki mikil breyting á hópnum frá því í fyrra. Við höfum verið í smá meiðslabrasi á undirbúningstímabilinu en svona smátt og smátt er hópurinn að þéttast og menn að verða klárir. Þannig við erum bara að sýna það að við erum á gríðarlega flottum stað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Hallgrímur ræðir nánar dómara frammistöðuna og frammistöðu síns liðs.



Athugasemdir
banner
banner
banner