Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
banner
   lau 07. maí 2022 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Snær Þorvaldsson hefur byrjað sumarið af krafti með Breiðabliki en hann gekk til liðs við Kópavogsliðið í vetur frá ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  5 Breiðablik

Liðin mættust í dag á Skaganum þar sem Blikar unnu 5-1 og Ísak skoraði tvö mörk. Hann var mikið gagnrýndur á síðustu leiktíð fyrir að vera ekki í formi, hann birti mynd á Twitter síðu sinni í eftir fyrsta leikinn með Breiðablik þar sem sást greinilega að hann er í betra formi í dag.

Hann finnur að hann er á betri stað núna en í fyrra, hann ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn í dag.

„Ég er búinn að létta mig og búinn að undirbúa mig vel fyrir tímabilið."

Hann var gagnrýndur fyrir myndbirtinguna en það hafði engin áhrif á hann.

„Þetta var bara til að sýna hversu langt ég var kominn, sumir voru ósáttir með þetta, það er bara þannig, það er alltaf einhver sem er ósáttur," sagði Ísak.

„Ég var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar, ekkert annað en það," sagði Ísak að Lokum.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner