Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var frekar sáttur með eitt stig gegn Fylki í kvöld en liðin mættust á heimavelli ÍA og endaði leikurinn 0-0.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 0 Fylkir
Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með stigið sagði Gulli þetta:„Ég er bara nokkuð sáttur við það, ég er sáttur við gríðarlega baráttu í okkur í dag, mikil framför frá síðustu leikjum. Héldum markinu hreinu og það er margt að byggja í í næstu leiki, ákveðin upprisa"
En hvernig ætla ÍA að skora mark?
„Við munum skora næst held ég eftir kross frá vinstri."
„Við fengum tvö færi í fyrrihálfleik og allavegana eitt færi í seinni hálfleik, en vissulega gengur erfiðlega að finna holninguna í sóknarleiknum. Það verður að viðurkennast."
„Vissulega segir taflan það að við höfum ekki skorað mjög mörg mörk í þessu móti bara þrjú mörk."
Aðspurður að því hvort að þeir væru að treysta of mikið á Garðar Gunnlaugsson sagði Gulli ekkert sérlega sáttur: „Við getum ekki treyst á hann þegar hann er meiddur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























