Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 07. júlí 2015 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Hallur Halls: Grótta með ellefu leikmenn í vörn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Hallsson, fyrirliði toppliðs Þróttar R., var sáttur með sigur á botnliði Gróttu í kvöld.

Þróttarar stjórnuðu leiknum gegn Gróttu en náðu ekki að skapa sér mikið af færum og hefði Hallur viljað sjá stærri sigur.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Grótta

„Þetta spilaðist alveg eins og við bjuggumst við, það er mjög erfitt að brjóta þá til baka þar sem þeir eru með ellefu menn í vörn," sagði Hallur eftir leikinn.

„Við náðum að setja mark á þá snemma og mér fannst við ekki nýta það nógu vel.

„Við vorum mikið að senda á milli í vörninni og taka svo einhverja þrusu í hornið, það er bara svona happa glappa, þetta var ekkert markvisst spil."


Þróttarar eru í góðri stöðu á toppi deildarinnar með níu sigra eftir tíu umferðir.

„Við tökum þessi þrjú stig með glöðu geði. Þessir tíu leikir hafa verið pínu bras, svosem erfitt að kvarta með níu sigra en við þurfum að fara að finna fótboltalegu hliðina á þessu aftur."
Athugasemdir
banner