Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 07. ágúst 2013 21:59
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafs: Höfum ekki kvatt þessa toppbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnumanna í Pepsi-deild karla, var eðlilega svekktur eftir 1-2 tap fyrir Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Fylkir

,,Það er alltaf slæmt að tapa og sérstaklega þegar það gerist með þessum hætti sem gerist í dag, þegar við náðum okkur engan veginn á strik hvorki í vörn né sókn," sagði Logi.

,,Mér fannst vera smá teikn á lofti að við ættum að geta nýtt okkur þann meðbyr að jafna svona eins og við gerðum. Að vísu er voðalega lítið í gangi hjá þeim þegar þeir gera mark úr vítaspyrnu, sem var kannski óþarfi hjá okkur að láta dæma á okkur, hinsvegar erum við í stöðunni 1-1 í besta færi leiksins þegar Halldór Orri kemst einn inn fyrir og nær ekki að skora þar."

,,Það kann að hafa einhver áhrif, ég ætla ekkert að neita því. Auðvitað er það mjög erfið viðureign sem við erum í og við erum á mikilli keyrslu það, en ekki þar fyrir að það fari úrskeiðis.

,,Varnarleikurinn gengur ekki upp og það slitnar alltof mikið á milli liðhluta, við erum ekki með réttar ákvarðanir í sóknarleiknum og náum aldrei upp neinum takti í spilið sem við höfðum verið svo góðir í, þannig ætla við segjum í besta falli að þetta hafi ekki verið okkar dagur,"
sagði hann ennfremur.

,,Jájá, það er alveg ljóst. Við höfum ekki kvatt þessa toppbaráttu, við eigum leik á móti Val á sunnudaginn sem er mjög þýðingamikill leik fyrir okkur. Við höfum sagt að við ætlum að vera í toppbaráttunni, þar viljum við vera og þar ætlum við að vera," sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner