Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnumanna í Pepsi-deild karla, var eðlilega svekktur eftir 1-2 tap fyrir Fylki í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Fylkir
,,Það er alltaf slæmt að tapa og sérstaklega þegar það gerist með þessum hætti sem gerist í dag, þegar við náðum okkur engan veginn á strik hvorki í vörn né sókn," sagði Logi.
,,Mér fannst vera smá teikn á lofti að við ættum að geta nýtt okkur þann meðbyr að jafna svona eins og við gerðum. Að vísu er voðalega lítið í gangi hjá þeim þegar þeir gera mark úr vítaspyrnu, sem var kannski óþarfi hjá okkur að láta dæma á okkur, hinsvegar erum við í stöðunni 1-1 í besta færi leiksins þegar Halldór Orri kemst einn inn fyrir og nær ekki að skora þar."
,,Það kann að hafa einhver áhrif, ég ætla ekkert að neita því. Auðvitað er það mjög erfið viðureign sem við erum í og við erum á mikilli keyrslu það, en ekki þar fyrir að það fari úrskeiðis.
,,Varnarleikurinn gengur ekki upp og það slitnar alltof mikið á milli liðhluta, við erum ekki með réttar ákvarðanir í sóknarleiknum og náum aldrei upp neinum takti í spilið sem við höfðum verið svo góðir í, þannig ætla við segjum í besta falli að þetta hafi ekki verið okkar dagur," sagði hann ennfremur.
,,Jájá, það er alveg ljóst. Við höfum ekki kvatt þessa toppbaráttu, við eigum leik á móti Val á sunnudaginn sem er mjög þýðingamikill leik fyrir okkur. Við höfum sagt að við ætlum að vera í toppbaráttunni, þar viljum við vera og þar ætlum við að vera," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























