Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 07. ágúst 2024 00:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Jakob átti flottan leik í kvöld.
Jakob átti flottan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, lá á jörðinni þegar KA menn fögnuðu sigri gegn Val í kvöld. Jakob fór í jörðina í þann mund sem Jóhann Ingi Jónsson flautaði til leiksloka.

Hann ræddi við Fótbolta.net um atvikið eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það er lítið eftir, Harley (Willard) er með boltann og ég ætla bara hlaupa í gegn, Síðan bara veit ég af mér í jörðinni. Það var einhver þarn sem steig harkalega inn í mig, sá ekki hvort þetta var öxl eða olnbogi. Ég fékk einhvern skurð og hnikk. Ég held að þetta hafi verið óþarfi, verið aðeins meiri vilji í þessu en þurfti að vera."

Blóð var á andliti og treyju Jakobs eftir atvikið. „Ég held ég hafi ekki vankast. Mér er aðallega illt í hálsinum og menn báðu mig um að bíða aðeins áður en ég stæði upp. Ég ætla ekki að grenja yfir þessu, við unnum og maður er ánægður með það. En svona... frekar ósáttur með þetta. Það er bara áfram gakk."

Orri SIgurður Ómarsson, leikmaður Vals, fór í Jakob og gekk svo í burtu frá honum. Stuðningsmenn KA létu Orra heyra það þegar hann svo gekk af velli eftir leik. Í sjónvarpsútsendingu sést atvikið ekki en Jakob sést hins vegar liggja í grasinu eftir lokaflautið.

„Ég held þetta hafi örugglega verið eina atvikið sem við áttumst við í leiknum, veit ekki hvað þetta var. Ég held þetta hafi bara verið þreyta í honum; að hann hafi ekki nennt að elta mig í restina. Þetta var full harkalegt," sagði Jakob.

Dómarar leiksins misstu líklega af atvikinu því engin samskipti áttu sér stað við Orra áður en menn héldu til búningsherbergja.

Jakob ræðir nánar um leikinn, endurkomuna úr meiðslum og breytingu á gengi KA í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni efst.
Athugasemdir
banner