Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   mið 07. ágúst 2024 00:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Jakob átti flottan leik í kvöld.
Jakob átti flottan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, lá á jörðinni þegar KA menn fögnuðu sigri gegn Val í kvöld. Jakob fór í jörðina í þann mund sem Jóhann Ingi Jónsson flautaði til leiksloka.

Hann ræddi við Fótbolta.net um atvikið eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það er lítið eftir, Harley (Willard) er með boltann og ég ætla bara hlaupa í gegn, Síðan bara veit ég af mér í jörðinni. Það var einhver þarn sem steig harkalega inn í mig, sá ekki hvort þetta var öxl eða olnbogi. Ég fékk einhvern skurð og hnikk. Ég held að þetta hafi verið óþarfi, verið aðeins meiri vilji í þessu en þurfti að vera."

Blóð var á andliti og treyju Jakobs eftir atvikið. „Ég held ég hafi ekki vankast. Mér er aðallega illt í hálsinum og menn báðu mig um að bíða aðeins áður en ég stæði upp. Ég ætla ekki að grenja yfir þessu, við unnum og maður er ánægður með það. En svona... frekar ósáttur með þetta. Það er bara áfram gakk."

Orri SIgurður Ómarsson, leikmaður Vals, fór í Jakob og gekk svo í burtu frá honum. Stuðningsmenn KA létu Orra heyra það þegar hann svo gekk af velli eftir leik. Í sjónvarpsútsendingu sést atvikið ekki en Jakob sést hins vegar liggja í grasinu eftir lokaflautið.

„Ég held þetta hafi örugglega verið eina atvikið sem við áttumst við í leiknum, veit ekki hvað þetta var. Ég held þetta hafi bara verið þreyta í honum; að hann hafi ekki nennt að elta mig í restina. Þetta var full harkalegt," sagði Jakob.

Dómarar leiksins misstu líklega af atvikinu því engin samskipti áttu sér stað við Orra áður en menn héldu til búningsherbergja.

Jakob ræðir nánar um leikinn, endurkomuna úr meiðslum og breytingu á gengi KA í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner