Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Samuel Eto'o leggur skóna á hilluna
Eto'o og Andres Iniesta náðu vel saman.
Eto'o og Andres Iniesta náðu vel saman.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o er búinn að leggja skóna á hilluna eftir glæsilegan 22 ára feril.

Þessi kamerúnski sóknarmaður byrjaði ferilinn hjá Real Madrid en fékk lítið af tækifærum og var seldur til Mallorca um aldamótin, aðeins 19 ára gamall.

Hann gerði góða hluti á fjórum árum í Mallorca sem leiddi til þess að Barcelona festi kaup á honum. Þar sprakk hann út og raðaði inn mörkunum.

Hann vann til ógrynni verðlauna og var seldur til Inter 2009 þar sem hann átti lykilþátt í sögulegri þrennu undir stjórn Jose Mourinho.

Eftir dvöl sína hjá Inter spilaði Eto'o fyrir Anzhi Makhachkala, Chelsea, Everton og Sampdoria áður en hann hélt til Tyrklands. Hann raðaði inn mörkunum fyrir Antalyaspor, fór yfir til Konyaspor og kláraði ferilinn svo hjá Qatar SC.

Hann gerði 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún og var fjórum sinnum valinn sem besti leikmaður Afríku, 2003, 2004, 2005 og 2010. Hann vann brons í vali á leikmanni ársins hjá FIFA 2005 og var í liði ársins hjá FIFPro og UEFA árin 2005 og 2006.


Athugasemdir
banner
banner