Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. nóvember 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Ginola gefur Hoddle góð ráð
Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.
Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: Getty Images
Hinn franski David Ginola hefur gefið Glenn Hoddle þau ráð að snúa ekki aftur of fljótt til vinnu. Hoddle er að jafna sig eftir að hafa fengið hjartaáfall í myndveri BT Sports.

Hoddle starfar sem sparkspekingur hjá BT Sports en tæknimaður stöðvarinnar bjargaði honum.

Ginola, sem er 51 árs og fyrrum leikmaður Newcastle, Tottenham, Aston Villa og Everton, fékk hjartaáfall í Frakklandi árið 2016.

Sjá einnig:
Ginola: Ég var klínískt dáinn í átta mínútur

Ginola segist hafa verið of snemma af stað og hann vill ekki að Hoddle geri það sama.

„Ég vann sem sérfræðingur í kringum EM 2016 fyrir frönsku sjónvarpsstöðina M6. Þegar ég lít til baka voru það mistök," sagði Ginola en hann fór aftur að vinna aðeins þremur vikum eftir að hafa fengið hjartaáfall og farið í hjartaaðgerð.

„Ég vona að Glenn og hver sem er sem fengið hefur hjartaáfall muni fá nauðsynlegan tíma til að jafna sig."

„Ég og Glenn vorum báðir það heppnir að hafa einhvern nálægt okkur sem vissi hvað ætti að gera. Ég líka hvetja alla til að læra skyndihjálp," sagði Ginola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner