Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 07. desember 2024 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Flick sá rautt er Barcelona gerði jafntefli við Betis - Aðeins einn sigur í síðustu fimm leikjum
Hansi Flick var brjálaður yfir vítaspyrnudómnum
Hansi Flick var brjálaður yfir vítaspyrnudómnum
Mynd: EPA
Topplið Barcelona tapaði mikilvægum stigum er liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Betis í Seville í La Liga í dag.

Frammistaða Börsunga hefur verið upp og niður síðustu vikur en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Robert Lewandowski, markahæsti maður deildarinnar, kom Barcelona yfir undir lok fyrri hálfleiks en það var sextánda mark hans á tímabilinu.

Á 66. mínútu fengu Betis-menn vítaspyrnu er Frenkie de Jong gerðist brotlegur í teig Börsunga. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, ærðist á hliðarlínunni og uppskar rautt spjald, en honum fannst vítaspyrnan ódýr. Í endursýningunni virðist De Jong stíga á hælinn á leikmanni Betis og ákvörðunin líklega rétt hjá dómarateyminu.

Giovani Lo Celso skoraði úr spyrnunni en Barcelona svaraði fjórtán mínútum síðar með marki Ferran Torres.

Tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og var það nóg fyrir Betis til að koma til baka. Assane Diao skoraði á fjórðu mínútu uppbótartímans og uppskar stig úr leiknum.

Barcelona er áfram á toppnum með 38 stig, fimm stigum meira en Real Madrid en Betis er í 11. sæti með 21 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Las Palmas 2 - 1 Valladolid
1-0 Sandro Ramirez ('20 )
1-1 Marcos Andre ('45 )
2-1 Sandro Ramirez ('64 )

Betis 2 - 2 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski ('39 )
1-1 Giovani Lo Celso ('68 , víti)
1-2 Ferran Torres ('82 )
2-2 Assane Diao ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner