Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
banner
   lau 08. maí 2021 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við vorum fannst mér líklegri
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fengu Fylkismenn í heimsókn þegar 2.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni núna í kvöld.
Fylkismenn byrjuðu betur og komust í 2-0 forystu en HK gerðu frábærlega í að koma tilbaka og jöfnuðu leikinn í uppbótartíma og björguðu stigi.

Svekktur svolítið með leikinn og þá fyrri hálfleikinn, mörkin sem við fengum á okkur þar. Í heildina var ég sáttur í lokin með að jafna eftir að hafa verið tveim mörkum undir en spilamennskan var ekki alveg nógu góð og ekki eins góð og við lögðum upp með og þá svona hugarfarið í byrjun fyrri hálfleiks og við þurftum hálfleikinn til þess að koma okkur aðeins í gang aftur.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

HK fékk á sig tvö mjög keimlík mörk í upphafi beggja hálfleika og var Brynjar heldur ósáttur með þau.
Já þau eru keimlík, meira hraðaupphlaup reyndar seinna markið og við erum alveg nógu margir tilbaka í fyrra markinu til þess að verjast því. Tökum ekki alveg hlaup og lítil pressa á boltann og maður er alltaf ósáttur við að fá mörk á sig, maður fynnst manni alltaf geta varist þeim.

HK lenti eins og áður kom fram tveim mörkum undir gegn Fylki en vann sig vel inn í leikinn aftur og sóttu stigið en Brynjar Björn var með blendnar tilfiningar varðandi hversu sætt það var.
Úr því sem komið var já já, en við vorum fannst mér líklegri og um leið og við skorum 2-1 að þá fynnst mér við líklegri til þess að jafna leikinn og líklegri til þess að vinna leikinn síðasta hálftímann - 20 mínúturnar.

Valgeir Valgeirsson byrjaði aftur á varamannabekk HK í þessum leik.
Hann er bara nýlentur og nýkominn heim þannig og búin að vera með okkur á nokkrum æfingum og er bara að koma sér inn í lífið í HK og á Íslandi aftur.

Nánar er rætt við Brynjar Björn Gunnarsson í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner