Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 08. maí 2021 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Guðjóns: Töluðu um að þeir sáu eiginlega ekki neitt
Gott á milli okkar Arnars, eigum gott samband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi að fara bara með eitt stig en við börðumst eins og við gátum til enda og verðum bara að taka þetta stig," sagði Helgi Guðjónsson, markaskorari Víkings, við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn ÍA í kvöld.

„Ég held að þetta hafi ekki verið skemmtilegt að horfa á. Þetta var bara einhverjar kýlingar og vona það besta einhvern veginn. Sólin og vindurinn, þetta var bara leiðinlegt að spila í þessu. Sólin lækkaði í seinni hálfleik og strákarnir í vörninni töluðu um það að þeir sáu eiginlega ekki neitt."

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

Helgi skoraði eftir rúmar 50 sekúndur, hvernig upplifði hann þetta mark?

„Kalli fékk hann eftir hornið og tók einhverja hælspyrnu og hann varði hann bara í mig og inn. Það þarf að vera þarna til að skora."

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, bað Helga afsökunar á því að hafa ekki valið hann í byrjunarliðið í síðasta leik.

„Maður verður bara að vera á tánum, við erum með hörku hóp og maður verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Ég náði að setja eitt í dag og verð að halda áfram. Hann var búinn að segja þetta við mig, það er gott á milli okkar Arnars og við eigum gott samband," sagði Helgi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner