Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 08. maí 2021 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Guðjóns: Töluðu um að þeir sáu eiginlega ekki neitt
Gott á milli okkar Arnars, eigum gott samband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi að fara bara með eitt stig en við börðumst eins og við gátum til enda og verðum bara að taka þetta stig," sagði Helgi Guðjónsson, markaskorari Víkings, við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn ÍA í kvöld.

„Ég held að þetta hafi ekki verið skemmtilegt að horfa á. Þetta var bara einhverjar kýlingar og vona það besta einhvern veginn. Sólin og vindurinn, þetta var bara leiðinlegt að spila í þessu. Sólin lækkaði í seinni hálfleik og strákarnir í vörninni töluðu um það að þeir sáu eiginlega ekki neitt."

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

Helgi skoraði eftir rúmar 50 sekúndur, hvernig upplifði hann þetta mark?

„Kalli fékk hann eftir hornið og tók einhverja hælspyrnu og hann varði hann bara í mig og inn. Það þarf að vera þarna til að skora."

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, bað Helga afsökunar á því að hafa ekki valið hann í byrjunarliðið í síðasta leik.

„Maður verður bara að vera á tánum, við erum með hörku hóp og maður verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Ég náði að setja eitt í dag og verð að halda áfram. Hann var búinn að segja þetta við mig, það er gott á milli okkar Arnars og við eigum gott samband," sagði Helgi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir