„Ég er bara virkilega ánægður með frammistöðuna í dag. Góður leikur hjá stelpunum og góð mörk. Heildarframmistaðan til mikillar fyrirmyndar“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir sterkan fimm marka sigur gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 5 Fylkir
Gunnari fannst margt gott við leik liðsins í dag.
„Spilið var gott, baráttan til staðar og héldum út allan leikinn, sem hefur verið eitthvað aðeins hjá okkur að detta upp og niður. Mér fannst við halda góðu striki, góðri baráttu og vinnslu allar 90 mínúturnar.“
Tijana Krstic skoraði mark beint úr hornspyrnu í dag og Gunnar var því spurður út í það glæsimark.
„Hún er hörku vinstri fótur og hefur skorað áður beint úr horni. Við leggjum alveg upp með það að hún skjóti eiginlega úr hornunum og setji hann í pakkann.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.