Portúgalarnir hjá Record greina frá því að félagaskipti Viktor Gyökeres til Arsenal séu nánast frágengin.
Skiptin hafa dregist á langinn útaf heiðursmannasamkomulagi sem var ekki virt, þar sem Sporting hafði lofað Gyökeres að hann yrði seldur fyrir 60 milljónir evra í sumar.
Sporting hafnaði svo 60 milljón evra tilboðum í leikmanninn og neitar að selja hann fyrir minna en 80 milljónir, en Gyökeres er með riftunarákvæði sem hljóðar upp á 100 milljónir.
Til gamans má geta að 1. júlí tók gildi ákvæði í samningi Gyökeres við Sporting. Í því segir að portúgalska félagið þurfi að greiða 6 milljónir í sekt til umboðsmanns leikmannsins, Hasan Cetinkaya, ef það hafnar tilboði sem nemur 60 milljónum eða meira.
Sporting varar við því að ef eitthvað félag ákveður að virkja sektargreiðsluna muni leikmaðurinn ekki vera seldur fyrir minna heldur en þær 100 milljónir sem riftunarákvæðið segir til um.
Arsenal er þessa dagana í viðræðum við Sporting og eru félögin afar nálægt því að komast að samkomulagi. Record greinir frá því að Gyökeres sé reiðubúinn til að taka á sig launalækkun upp á tvær milljónir evra yfir fimm ára tímabil til þess að auðvelda fyrir skiptunum.
Talið er að Sporting vilji fá 70 milljónir fyrir leikmanninn með 10 milljónir aukalega í árangurstengdar greiðslur.
Arsenal er reiðubúið til að greiða 65 milljónir með 15 milljónir í árangurstengdar aukagreiðslur.
Athugasemdir