„Mér líður vel. Mikilvægur sigur fyrir okkur, góður sigur. Búnir að tapa þrem leikjum í röð og frammistaðan ekki góð í síðasta leik, vorum ólíkir sjálfum okkur. Töpuðum bara sanngjarnt fyrir Val, en þar á undan vorum við ánægðir með frammistöðurnar en stigin voru ekki að koma.
Þó að einhver tölfræði sýnir að þú hafir verið ofar en taflan segir þá þarftu einhvern tímann að vinna og það kom í dag", sagði Hallgrímur Jónasson kátur eftir góða frammistöðu og góð úrslit sinna manna sem gerðu sér lítið fyrir og unnu KR 2-1.
Það ríkti talsverð spenna í lokin þegar KRingar voru að reyna að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 0-2 en náðu svo að minnka muninn með góðu skoti frá Aroni Sigurðarssyni. Elías Ingi dómari bætti hvorki meira né minna en 7 mínútum við í uppbótartíma.
„Mér fannst það heldur langt. Svo er spenna í lokin því að KR spilaði bara virkilega góðan leik. Þeir eru frábærir á boltann og skemmtilegt að horfa á þá"
Þó að einhver tölfræði sýnir að þú hafir verið ofar en taflan segir þá þarftu einhvern tímann að vinna og það kom í dag", sagði Hallgrímur Jónasson kátur eftir góða frammistöðu og góð úrslit sinna manna sem gerðu sér lítið fyrir og unnu KR 2-1.
Það ríkti talsverð spenna í lokin þegar KRingar voru að reyna að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 0-2 en náðu svo að minnka muninn með góðu skoti frá Aroni Sigurðarssyni. Elías Ingi dómari bætti hvorki meira né minna en 7 mínútum við í uppbótartíma.
„Mér fannst það heldur langt. Svo er spenna í lokin því að KR spilaði bara virkilega góðan leik. Þeir eru frábærir á boltann og skemmtilegt að horfa á þá"
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 KA
Það vakti athygli að Viðar Örn Kjartansson var ekki í hóp í dag og sögusagnir um að hann hafi spilað sinn síðasta leik með KA.
„Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar. Hann fékk aftan í læri fyrir þremur dögum, þið eru bara velkomin að koma norður og horfa á hann æfa ef þið viljið"
Flestir – ef ekki allir – fjölmiðlamenn og svokallaðir spámenn bjuggust við þægilegum sigri KR í dag. Margir töldu að liðið, sem hafði skorað fæst mörk allra í deildinni fyrir leik, hefði einfaldlega ekki burði til að refsa sókndjörfu KR-liði. En það varð allt annað uppi á teningnum.
„Svona eru fjölmiðlar. Það er ekki búið að ganga alveg nógu vel hjá okkur og þá kemur neikvæð umfjöllun. Fólk er að gleyma því að við erum eina liðið sem er búið að vinna titil á Íslandi síðustu fjögur fimm árin fyrir utan Víking og Breiðablik"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir